Íþróttamannvirki

Íþróttamiðstöð Hornafjarðar

 

 Forstöðumaður Íþróttamannvirkja er Gunnar Ingi Valgeirsson,

gunnaringi@hornafjordur.is

 Sundlaug Hafnar

 

Sundlaugin á HöfnNý og glæsileg útisundlaug var tekin í notkun í apríl 2009. Þar er að finna góða 25 x 8,5 m. sundlaug, vaðlaug fyrir börnin, tvo heita potta (annar þeirra er nuddpottur), gufubað og þrjár mismunandi rennibrautir. 

Sundlaugin er í klasa íþróttamannvirkja á Höfn, og í næsta nágrenni við tjaldstæðið og aðra almenna þjónustu. 

Kjörorð sundlaugarinnar er:

Sund, vatn og vellíðan


Opnunartími frá 1. október til 14 maí
Virka daga           06:45 til 21:00
Helgar                 10:00 til 17:00

Opnunartími frá 15. maí til 30. september

Virka daga           06:45 til 21:00
Helgar                 10:00 til 19:00


Opnunartími um Páska.

Skírdagur.                           Kl.10:00-17:00

Fösturdagurinn Langi.   LOKAÐ

Laugardagur.                     Kl.10:00-17:00

Páskadagur.                      LOKAÐ

Annar í Páskum                Kl.10:00-17:00


Opnunartímar um jól og áramót 

Þorláksmessa 23.des opið frá kl. 06:45 – 21:00.

Aðfangadag 24. des. Opið frá kl. 06:45 – 11:00.

gamlársdag 31. des.  Opið frá kl. 06:45 – 11:00.

Lokað er eftirtalda daga: 

Jóladag 25. des. annan í jólum 26. des.  og nýársdag 1. janúar.

Opnanir milli jóla og nýárs:

27. des.       opið frá kl. 10:00 – 17:00.

28. des.    opið frá kl. 06:45 – 21:00. 

29. des.   opið  frá kl. 06:45 – 21:00.

30. des.       opið frá kl. 06:45 – 21:00.

Gleðileg jól og farsælt nýtt sundár!  Starfsfólk Sundlaugar Hafnar

Sími: 470-8477 -  Netfangsundlaug@hornafjordur.is


 

Íþróttahúsið Höfn 

 

IthrottahusÍþróttahúsið Höfn er með íþróttasal sem er um 600 m2. Íþróttahúsið er sambyggt Grunnskóla Hornafjarðar (Heppuskóla). Íþróttakennsla grunnskólans fer þar fram.  Einnig hefur Ungmennafélagið Sindri afnot af húsinu utan skólatíma fyrir sitt íþróttastarf.

Auk hefðbundinnar íþróttastarfsemi gegnir íþróttahúsið mikilvægu hlutverki sem fjölnotahús, þar eru haldnir tónleikar, ráðstefnur og aðrar stórar samkomur.

Sími: 470-8470 - Netfang: ith@hornafjordur.is


 

 Félagsheimili / Íþróttahús Mánagarður

 

Managardur-Ithrottahus-IÍþróttahúsið í Mánagarði í Nesjum (7 km vestan við Höfn). Íþróttasalurinn sjálfur er um 300 m2 og lagður parketi. Ungmennafélagið Máni í Nesjum og Sindri á Höfn nýta húsið fyrir íþróttaæfingar og dans.  Í íþróttasalnum eru haldnar stærri samkomur s.s. þorrablót, landsfundir og ráðstefnur. Íþróttahúsið er sambyggt félagsheimilinu Mánagarði sem byggt var 1952 og er hægt að nýta sal félagsheimilisins með íþróttsalnum. Í Mánagarði eru sviðslistir til húsa ásamt því að ýmsar minni samkomur eru haldnar þar. Hægt er að fá Mánagarð leigðan fyrir stærri samkomur s.s. ættarmót, ef sótt er um með góðum fyrirvara.

Sími: 478-1462, 470-8000 

 

 

Sindravellir á Höfn

 

Sindravellir

Sindravellir eru íþróttasvæði við hlið íþróttahússins á Höfn. Á Sindravöllum er góður og vel búinn knattspyrnu- og frjálsíþróttavöllur. Þar er einnig æfingasvæði fyrir knattspyrnu. Tartan er á hlaupa- og stökkbrautum. Sindravellir voru endurbyggðir fyrir unglingalandsmótið 2007 sem haldið var á Hornafirði.

Sími: 470-8470 - Netfang: ith@hornafjordur.is

 

 

 

Mánavöllur í Nesjum

 

Mánavöllur stendur við Mánagarð. Þar er góður knattspyrnuvöllur og frjálsíþróttaaðstaða með malarhlaupabrautum.

Sími: 478-1462, 470-8000

 

 

Sparkvöllur KSÍ við íþróttahús á Höfn

Sparkvollur

 

 

 

 

 

 

 


 

TungumálÚtlit síðu: