Íþróttahús Mánagarði

Það er alltaf líf og fjör í Mánagarði

Félagsheimili/Íþróttahús Mánagarður

 Managardur-Ithrottahus-I

Íþróttahúsið í Mánagarði í Nesjum ( 7 km vestan við Höfn). Íþróttasalurinn sjálfur er um 300 m2 og lagður parketi. Ungmennafélagið Máni í Nesjum og Sindri á Höfn nýta húsið fyrir íþróttaæfingar og dans.  Í íþróttasalnum eru haldnar stærri samkomur s.s. þorrablót og landsfundir og ráðstefnur. Íþróttahúsið er sambyggt félagsheimilinu Mánagarði sem byggt var 1952 og er hægt að samnýta sal félagsheimilisins með íþróttasalnum. Í Mánagarði eru sviðslistir til húsa ásamt því að ýmsar minni samkomur eru haldnar þar. Hægt er að fá Mánagarð leigðan fyriri stærri samkomur s.s. ættarmót ef hafður er góður fyrirvari á umsókn.

Sími: 478-1462, 470-8000 


 

TungumálÚtlit síðu: