Skipulag

16/1/14

Auglýsing um breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 1998-2018 Frístundasvæði Starfafellsfjöllum og íbúðarsvæði Brekku.

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti á fundi sínum 7. nóvember 2013 tillögu að breytingu á aðalskipulag Sveitarfélagsins Hornafjarðar 1998-2018.

Breytingin felur í sér  stækkun frístundasvæðis í landi Brekku/ Stafafells og skilgreiningu á íbúðarsvæði  í landi Brekku,

Tillagan var  auglýst frá 9. september til 21. október 2013. Athugasemdir bárust en gáfu ekki tilefni til stórvægilegra breytinga á tillögunni og hefur hún verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Sé óska frekari upplýsinga má snúa sér til skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins.

Fh. Bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Hornafjarðar

Ásgerður K. Gylfadóttir

Bæjarstjóri


 

TungumálÚtlit síðu: