Áhaldahús

23/2/09

Áhaldahús 

Áhaldahús hefur tekið í notkun nýtt sorphús aðkoman að því er frá Sæbraut.

Opnunartími gámaports:  þriðjudaga og fimmtudaga frá  1300-1800 og laugardaga frá 1100-1500.

Viðskiptavinir Áhaldahúss eru beðnir að hafa samband við starfsmenn áður en losað er því losun á að fara fram undir umsjón starfsmanna, tilgangurinn er að ná betri tökum á flokkun og minnka ummál á því efni sem fer til urðunar.

Endurvinnslan, móttaka skilagjalds umbúða  er flutt í nýju aðstöðuna.

Fólk er beðið um að vanda talningu umbúða sem flokkast undir skilagjalda umbúðir því nokkuð hefur borið á að magn stemmi ekki og verður allt talið og greitt samkvæmt því.

Nýr opnunartími Endurvinnslu:

Opið verður þriðjudaga, fimmtudaga frá kl. 1300 - 1800  og laugardaga 1100-1500 

Lífrænn gámur í dreifbýli er losaður einu sinni í mánuði en oftar á álagstímum í kringum sauðburð og á haustin.

Jólatréssöfnun í Nesjum og á Höfner  auglýst í byrjun janúar ár hvert.

Hreinsunardagar Sveitarfélaginu Hornafirði, einn á vorin. Dagarnir eru kynntir nánar á þeim tímum.  Á þeim dögum eru íbúar hvattir til að taka til á lóðum sínum.

Spilliefni í dreifbýli er safnað saman á haustin, og er miðað við að söfnunin eigi sér stað í nóvember eftir slátrun.

Baggaplasti í dreifbýli er að öllu jöfnu safnað saman þrisvar á ári með jöfnu millibili. Það er feb/mars, júní/júlí, okt/nóv, og oftar ef þörf krefur. Bændur sem ekki fá sótt heyrúlluplast heim er bent á að hafa samband við Bryndísi s: 470-8000 og óska eftir þjónustunni.

Tekið er á móti garðaúrgangi í Fjárhúsvík. Þar er einungis gert ráð fyrir garðúrgangi, og eru íbúar vinsamlegast beðnir um að taka með sér plastpoka og annað slíkt eftir tæmingu.

 

Gámar til að losna við málma og timbur:

Suðursveit

o    Við Hrollaugsstaði

Mýrar

o    Við Holt

Nes

o    Ofan við Nesjahverfi

Lón

o    Við Jökulsá í Lóni

 

Vinsamlegast hafið samband og tilkynnið um mál sem betur má fara í síma 478 1473 eða Ráðhús 470 8000. Netföng birgir@hornafjordur.is / bryndis@hornafjordur.is

 

 


 

TungumálÚtlit síðu: