Byggingarfulltrúi

23/2/09

Byggingarfulltrúi

Í hverju sveitarfélagi skal starfa byggingarfulltrúi sem sveitarstjórn ræður. Hann hefur eftirlit með mannvirkjagerð sem fellur undir 1. og 2. mgr. 9. gr.

Sveitarfélög geta haft samstarf um byggingareftirlit og ráðið sameiginlegan byggingarfulltrúa. Sveitarstjórn getur falið byggingarfulltrúa að annast einnig skipulagsmál enda uppfylli hann einnig kröfur skipulagslaga um menntun og starfsreynslu skipulagsfulltrúa. Um störf og verksvið skipulagsfulltrúa fer samkvæmt skipulagslögum. Byggingarfulltrúi skal hafa löggildingu sem hönnuður skv. 25. gr. og skal sveitarstjórn senda Mannvirkjastofnun tilkynningu um ráðningu hans. Byggingarfulltrúa eða starfsmönnum hans er óheimilt að vinna nokkurt það starf sem kann að koma til afgreiðslu í umdæmi hans.


Byggingarfulltrúi Sveitarfélagsins Hornafjarðar er Gunnlaugur Rúnar Sigurðarson. Netfang: runars@hornafjordur.is


 

TungumálÚtlit síðu: