Upplýsingar

Vinabæir

KUNGÄLV
Sveitarfélag sem staðsett er á vesturströnd Svíþjóðar, rétt norðan við Gautaborg. Meðfram ströndinni er fallegur skerjagarður og bærinn því kjörinn staður fyrir áhugamenn um siglingar og fiskveiðar. Á friðuðu útivistarsvæði “Svartedalen” er hægt að stunda silungs- og laxveiðar.

Íbúarnir eru tæplega þrjátíu og átta þúsund og búa flestir í litlum bæjum og þorpum. Ýmislegt minnir á langa sögu bæjarins Kungälv, svo sem gamall kastali “Bohus Fastning” sem varðveist hefur í meira en þúsund ár, auk þess hefur hluti gamla miðbæjarins haldist óbreyttur um aldir. Menningarlíf er með miklum blóma í bænum og bjóða söfnin yfirleitt upp á áhugaverðar sýningar.
http://www.kungalv.se/


RISÖR

Sjávarþorp suðvestur af Oslo og eru íbúar liðlega sjö þúsund. Bærinn er oft nefndur “Hvíti bærinn við Skagerrak”. Þá er vísað til þess að í Risör hefur verið varðveittur fjöldi gamalla hvítmálaðra timburhúsa. Íbúar og yfirvöld hafa sýnt mikinn áhuga á því að vernda gömul hús og minjar, auk þess sem mikill áhugi er á umhverfisvernd. Sveitarfélagið nær yfir mikið landssvæði (191.5 km2 svæðis og eru 136 km2 skógivaxið land).
Þúsund ára þekking á smíði og siglingu trébáta er í Risör. Bærinn er vinsæll siglingabær með góðar gestabryggjur og er aðstaða þar til fyrirmyndar fyrir mótorbáta og seglskútur.  
http://risor.kommune.no/


SAMSÖ

Samsö er lítil eyja fyrir utan Jótland (114 km2), með tæplega fjögur þúsund og fimmhundruð íbúa. Eyjan er skógivaxin, með fallegar strendur og því tilvalin til útivistar og sumarleyfisdvalar.

Undanfarin ár hafa bæjarstjórn og íbúar eyjarinnar tekið höndum saman og mótað nýja stefnu í atvinnu- og uppbyggingarmálum og þykir vel hafa til tekist. Hugmyndin er að fjölga íbúum og leggja áherslu á vistvænan landbúnað. Í kjölfarið var eyjan útnefnd “Bær ársins 2001” i Danmörku.
http://www.samsoe.dk/


 

TungumálÚtlit síðu: