Útboð

Jökulsá í Lóni, sólsetur
Jökulsá í Lóni, sólsetur
Fagurt sólsetur upp í lóni

31/10/12

Útboð á nýrri urðunarrein og hreinsivirki.

Sveitarfélagið hornafjörður auglýsir útboð á nýrri urðunarrein og hreinsivirki á urðunarsvæði í Lóni.

Óskað er eftir tilboðum í verkið „Urðunarsvæði-Ný urðunarrein og hreinsivirki“ eins og því er lýst í útboðsgögnum.

Hér er um almennt útboð að ræða og lýtur þeim reglum sem um það gilda.
Innifalið í tilboði skal vera allt það sem til þarf að ljúka verkinu eins og það er skilgreint í útboðsgögnum.

Helstu stærðir eru:

Gröftur fyrir urðunarrein:                                         9250 m³
Gröftur og rippun urðunarreinar:                              9250 m³
Gröftur fyrir afrennslisskurði:                                  3200 m³
Gröftur og rippun fyrir afrennslisskurði                       500 m³
Gröftur fyrir síubeði:                                               1800 m³
Hriplag í botn urðunarreinar:                                   1800 m³
Drenlögn PEH ø200, götuð:                                     150 m
Siturlögn PEH ø110:                                                 63 m

Útboðsgögn má nálgast á skrifstofu Sveitarfélagsins Hornafjarðar á Hafnarbraut 27 frá og með fimmtudeginum 1. nóvember 2012 gegn 4000 kr. greiðslu.

Einnig er hægt að sækja útboðsgögnin hér að neðan og fá lykilorð til að opna gögnin með því að senda tölvupóst á utbod@hornafjordur.is 

Verklýsing – Urðunarsvæði-Ný urðunarrein og hreinsivirki (pdf)
Teikningar 101 - Urðunarsvæði-Ný urðunarrein og hreinsivirki (pdf)
Teikningar 102 - Urðunarsvæði-Ný urðunarrein og hreinsivirki (pdf)
Magnskrá - Urðunarsvæði-Ný urðunarrein og hreinsivirki (xls)

 

ATH. Áður en skjöl eru opnuð þarf að vista þau í tölvu viðkomandi, best er að hægrismella viðkomandi skjal og velja „Save linka as“.

Tilboðum skal skila á skrifstofu sveitarfélagsins eigi síðar en mánudaginn 19. nóvember 2012 kl. 14:00 er þau verða opnuð.

Nánari upplýsingar veitir Björgvin Ó. Sigurjónsson (teknik@hornafjordur.is). Sími 663 9023 .


 

TungumálÚtlit síðu: