Útboð

26/4/16

Útbosgögn fyrir Sindrabæ endurbætur 2016

Sveitarfélagið Hornafjörður óskar eftir tilboðum í verkið„SINDRABÆR -

ENDURBÆTUR 2016“ eins og því er lýst í útboðsgögnum.

Hér er um almennt útboð að ræða og lýtur þeim reglum sem um það gilda.

Lauslegt yfirlit yfir verkið

Um er að ræða upphaf endurinnréttingar við norðvesturhorn fyrstu hæðar í Sindrabæ. 

Í verkinu felst meðal annars að fullgera nýja salernisálmu með innréttingum, öllum lögnum og búnaði.  Einangra og steypa skal botnplötu í álmunni, en frárennslislagnir eru komnar að mestu.  Ljúka skal frágangi í ræstiherbergi undir stiga.  Rífa niður eldri salerniskjarna, ganga frá lögnum í gólfi og lagfæra, flota síðan í sama flöt og gólf í forsal.  Setja á gólf bráðabirgða gólfefni.  Ganga að fullu frá niðurteknu lofti á svæðinu þar sem salerniskjarninn er nú, með lögnum og ljósum.  

 

Frágangur nær í aðalatriðum til eftirtalinna verkþátta:

  • Smíði léttra innveggja og veggþykkinga, sandspörtlun og málun.
  • Nýmálun viðgerðra múrflata og endurmálun annarra.
  • Flísalögn gólfs á neðri hæð.
  • Smíði og uppsetning innihurða snyrtingum og eldhúsi.
  • Smíði og uppsetning bráðabirgðalokana.

Útboðið innifelur bráðabirgðafrágang og aðlögun þess hluta, sem tekinn er fyrir, þannig að hann sé tilbúinn til notkunar. 

 

Útboðsgögn má nálgast á usb lykli á skrifstofu Sveitarfélagsins Hornafjarðar að Hafnarbraut 27 Höfn gegn 3.000 kr. greiðslu.

Einnig er hægt að sækja útboðsgögnin án endurgjalds og fá lykilorð til að opna gögnin með því að senda tölvupóst á  utbod1@hornafjordur.is  Vinsamlegast takið fram í subject „Sindrabær gögn“.

Útboðsgögn


Tilboðsgjafar skulu vera búnir að skila inn tilboði eigi síðar en
fimmtudaginn 18. maí 2016 kl. 14:00. er þau verða opnuð samtímis í viðurvist þeirra bjóðenda sem óska eftir að vera viðstaddir .

Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.

Tilboð eru bindandi í 5 vikur frá opnunardegi.

Nánari upplýsingar veitir:

Björn Imsland, bjorni@hornafjordur.is Sími 470-8000 eða 894-8413

Gunnlaugur Róbertsson gunnlaugur@hornafjordur.is  Sími 470-8000


 

TungumálÚtlit síðu: