Tónskóli fréttir

Eftir 5 vikna verkfall

Það er ánægjulegt að heyra í nemendum okkar aftur hér í tónskólanum. Tónlistarnám er langhlaup sem þarf að viðhalda með jafnri æfingu. Á haustin, eftir sumarfríið,  hefur það tekið nemendur allt að 4 vikur að komast á skrið í náminu, svo að við erum ákaflega glöð að heyra hversu margir nemendur hafa haldið sér við í verkfallinu, þó mis mikið sé. Í desember hefur venjulega verið töluvert að gera hjá hljóðfæranemendum í að spila á skólaskemmtunum, og öðrum uppákomum sem tengjast jólamánuðinum. Í ár verður það tilfinnanlega minna, eins og við fundum fyrir við bæjarjólatréð, en þar hefur lúðrasveitin spilað undanfarin 20 ár, en náði ekki að að undirbúa sig þetta árið. Þó mun tónskólinn reyna að viðhalda sinni stefnu á þessari önn og spila á jólaballi í leikskólanum, heimsækja hjúkrunarheimilið og halda tónleika.

Jóhann Morávek


Tónskóli fréttir

Eftir 5 vikna verkfall

02.12.2014

Það er ánægjulegt að heyra í nemendum okkar aftur hér í tónskólanum. Tónlistarnám er langhlaup sem þarf að viðhalda með jafnri æfingu. Á haustin, eftir sumarfríið,  hefur það tekið nemendur allt að 4 vikur að komast á skrið í náminu, svo að við erum ákaflega glöð að heyra hversu margir nemendur hafa haldið sér við í verkfallinu, þó mis mikið sé. Í desember hefur venjulega verið töluvert að gera hjá hljóðfæranemendum í að spila á skólaskemmtunum, og öðrum uppákomum sem tengjast jólamánuðinum. Í ár verður það tilfinnanlega minna, eins og við fundum fyrir við bæjarjólatréð, en þar hefur lúðrasveitin spilað undanfarin 20 ár, en náði ekki að að undirbúa sig þetta árið. Þó mun tónskólinn reyna að viðhalda sinni stefnu á þessari önn og spila á jólaballi í leikskólanum, heimsækja hjúkrunarheimilið og halda tónleika.

Jóhann Morávek

Senda grein

 

TungumálÚtlit síðu:


Himnaríki á jörð (@Skaftafell) Grásleppuveiðar Í nýju sundlauginni
23. september 2017