Tónskóli fréttir

Innritun nýnema í Tónskóla A-Skaft. skólaárið 2008- 2009

Innritun nýnema skólaárið 2008-2009 verður í Tónskólanum Sindrabæ:
Fimmtudaginn 21. ágúst frá kl: 10.00 - 17.00
föstudaginn 22. ágúst frá kl: 13.00 - 19.00

Allir þeir sem telja sig vera á biðlista þurfa að endurnýja umsókn sína, en þeir nemendur sem voru í námi á síðasta ári og skiluðu inn umsókn í vor, þurfa ekki að sækja aftur um. Framhaldsskólanemendur eru beðnir um að skila inn ljósriti af stundatöflu sinni.
Ef nánari upplýsingar vantar varðandi nám við tónskólann er hægt að hringja í síma 478-1520 á innritunartíma
Umsóknareyðublöð munu einnig liggja í Grunnskóla Hornafjarðar.

Við Tónskóla A-Skaft starfa 10 kennarar komandi skólaár. Er því nánast fullskipað í allar stöður. Svavar Sigurðsson sem kenndi tónfræði á síðasta skólaári er fluttur burtu en aðrir kennarar skipta þeim tímum á milli sín. Ekki er gert ráð fyrir neinni fjölgun inn í skólann nú, en um 105 nemendur hafa stundað nám í einkatímum við skólann undanfarin ár. Skólastarfið verður með hefðbundnum hætti og miðast við aðalnámskrá tónlistarskóla. 9 grunnpróf og 5 miðpróf voru tekin við skólann á síðasta misseri og hafa því 42 nemendur við skólann tekið áfangapróf samkvæmt nýju kerfi frá 2004.
Lúðrasveit Tónskólans fór á mót til Gautaborgar daganna 21 - 28 júní s.l. Þar voru saman komin 23 lúðrasveitir, flestar frá Noregi en við vorum einu sem komu frá Íslandi. Gekk sú ferð mjög vel og stóðu okkar börn sig afskaplega vel hvort sem um er að ræða framkomu eða spilamennsku. Við spiluðum 3 tónleika og tókum þátt í 2 skrúðgöngum. Meðfylgjandi myndir eru úr ferðinni. Er ljóst að fleiri utanlandsferðir verða farnar í framtíðinni.


Tónskóli fréttir
Göngutúr
Göngutúr
Göngutúr
Mynd 1 af 5
1 2 3 4 5

Innritun nýnema í Tónskóla A-Skaft. skólaárið 2008- 2009

15.08.2008

Innritun nýnema skólaárið 2008-2009 verður í Tónskólanum Sindrabæ:
Fimmtudaginn 21. ágúst frá kl: 10.00 - 17.00
föstudaginn 22. ágúst frá kl: 13.00 - 19.00

Allir þeir sem telja sig vera á biðlista þurfa að endurnýja umsókn sína, en þeir nemendur sem voru í námi á síðasta ári og skiluðu inn umsókn í vor, þurfa ekki að sækja aftur um. Framhaldsskólanemendur eru beðnir um að skila inn ljósriti af stundatöflu sinni.
Ef nánari upplýsingar vantar varðandi nám við tónskólann er hægt að hringja í síma 478-1520 á innritunartíma
Umsóknareyðublöð munu einnig liggja í Grunnskóla Hornafjarðar.

Við Tónskóla A-Skaft starfa 10 kennarar komandi skólaár. Er því nánast fullskipað í allar stöður. Svavar Sigurðsson sem kenndi tónfræði á síðasta skólaári er fluttur burtu en aðrir kennarar skipta þeim tímum á milli sín. Ekki er gert ráð fyrir neinni fjölgun inn í skólann nú, en um 105 nemendur hafa stundað nám í einkatímum við skólann undanfarin ár. Skólastarfið verður með hefðbundnum hætti og miðast við aðalnámskrá tónlistarskóla. 9 grunnpróf og 5 miðpróf voru tekin við skólann á síðasta misseri og hafa því 42 nemendur við skólann tekið áfangapróf samkvæmt nýju kerfi frá 2004.
Lúðrasveit Tónskólans fór á mót til Gautaborgar daganna 21 - 28 júní s.l. Þar voru saman komin 23 lúðrasveitir, flestar frá Noregi en við vorum einu sem komu frá Íslandi. Gekk sú ferð mjög vel og stóðu okkar börn sig afskaplega vel hvort sem um er að ræða framkomu eða spilamennsku. Við spiluðum 3 tónleika og tókum þátt í 2 skrúðgöngum. Meðfylgjandi myndir eru úr ferðinni. Er ljóst að fleiri utanlandsferðir verða farnar í framtíðinni.

Senda grein

 

TungumálÚtlit síðu:


Himnaríki á jörð (@Skaftafell) Grásleppuveiðar Í nýju sundlauginni
26. september 2017