Tónskóli fréttir

Frá Tónskóla A- Skaft.

 

Innritun nýnema skólaárið 2009-2010 verður í Tónskólanum Sindrabæ:
mánudaginn 24. ágúst frá kl: 10.00 -13.00 og 15.00 - 20.00
þriðjudaginn 25. ágúst frá kl: 9.00 – 13.00
Allir þeir sem telja sig vera á biðlista þurfa að endurnýja umsókn sína, en þeir nemendur sem voru í námi á síðasta ári og skiluðu inn umsókn í vor, þurfa ekki að sækja aftur um. Framhaldsskólanemendur eru beðnir um að skila inn ljósriti af stundatöflu sinni.
Ef nánari upplýsingar vantar varðandi nám við tónskólann er hægt að hringja í síma 478-1520 á innritunartíma
Umsóknareyðublöð munu einnig liggja í Grunnskóla Hornafjarðar.

Stefnt er að því að byrja kennslu frá og með miðvikudeginum 26. ágúst. 2 kennarar frá síðasta vetri eru hættir þau Anna Lilja og Siggi Palli. Elvar Bragi Kristjónsson og Sólveig Morávek munu taka að sér stundakennslu og bjóðum við þau velkomin til starfa. Forskólinn sem var í Nesjaskóla fylgir flutningum grunnskólans og  verður í Hafnarskóla. Aðstaðan okkar í Sindrabæ stækkar í vetur þar sem verið er að bæta við einni kennslustofu auk þess sem við erum komin með stóra salinn sem nýtist til kennslu og tónleikahalds. Áframhaldandi breytingar eru svo fyrirhugaðar næsta vor og er ljóst að húsnæðið tekur miklum stakkaskiptum þegar allt klárast.

 Ekki er áætlað að fjölga nemendum við skólann en um 105 nemendur munu stunda nám við skólann í vetur. Lúðrasveit mun starfa áfram við skólann og verður landsmót  9.-11. október í Vestmannaeyjum og stefni ég hópnum þangað.

                                                                               Jóhann Morávek


Tónskóli fréttir
Tónskóli Austur Skaftafellssýslu
Tónskóli Austur Skaftafellssýslu

Frá Tónskóla A- Skaft.

21.08.2009

 

Innritun nýnema skólaárið 2009-2010 verður í Tónskólanum Sindrabæ:
mánudaginn 24. ágúst frá kl: 10.00 -13.00 og 15.00 - 20.00
þriðjudaginn 25. ágúst frá kl: 9.00 – 13.00
Allir þeir sem telja sig vera á biðlista þurfa að endurnýja umsókn sína, en þeir nemendur sem voru í námi á síðasta ári og skiluðu inn umsókn í vor, þurfa ekki að sækja aftur um. Framhaldsskólanemendur eru beðnir um að skila inn ljósriti af stundatöflu sinni.
Ef nánari upplýsingar vantar varðandi nám við tónskólann er hægt að hringja í síma 478-1520 á innritunartíma
Umsóknareyðublöð munu einnig liggja í Grunnskóla Hornafjarðar.

Stefnt er að því að byrja kennslu frá og með miðvikudeginum 26. ágúst. 2 kennarar frá síðasta vetri eru hættir þau Anna Lilja og Siggi Palli. Elvar Bragi Kristjónsson og Sólveig Morávek munu taka að sér stundakennslu og bjóðum við þau velkomin til starfa. Forskólinn sem var í Nesjaskóla fylgir flutningum grunnskólans og  verður í Hafnarskóla. Aðstaðan okkar í Sindrabæ stækkar í vetur þar sem verið er að bæta við einni kennslustofu auk þess sem við erum komin með stóra salinn sem nýtist til kennslu og tónleikahalds. Áframhaldandi breytingar eru svo fyrirhugaðar næsta vor og er ljóst að húsnæðið tekur miklum stakkaskiptum þegar allt klárast.

 Ekki er áætlað að fjölga nemendum við skólann en um 105 nemendur munu stunda nám við skólann í vetur. Lúðrasveit mun starfa áfram við skólann og verður landsmót  9.-11. október í Vestmannaeyjum og stefni ég hópnum þangað.

                                                                               Jóhann Morávek

Senda grein

 

TungumálÚtlit síðu:


Himnaríki á jörð (@Skaftafell) Grásleppuveiðar Í nýju sundlauginni
26. september 2017