Tónskóli fréttir

Tónskólinn fjörutíu ára

 

Þann 1. desember 1969 var Tónlistarskóli Hafnarkauptúns  settur í fyrsta sinn. Tveir kennarar þau Sigjón Bjarnason og Magnhildur Gísladóttir voru ráðin til starfa og hófst kennsla 8. des. sama ár en á milli 40 og 50 nemendur voru skráðir við skólann. Kennt var í safnaðarheimili Hafnarkirkju. 10 árum síðar fluttist skólinn í Sindrabæ og hefur verið þar síðan.  Árið 1981 var samþykkt í skólanefnd tillaga Hauks Þorvaldssonar um að breyta nafni skólans í Tónskóla A-Skaft. en þá hafði Egill Jónsson þáverandi skólastjóri fært starfsemina inn í sveitirnar og þar voru stofnuð útibú frá skólanum.

Eftir sameiningu sveitarfélaganna og fækkun grunnskólanna hefur starfsemi tónskólans flust að mestu leyti á Höfn en starfrækt er útibú í Hofgarði í Öræfum.

Húsnæðismál

Það er ánægjuleg tilviljun að setning skólans fór fram í Sindrabæ 1969 og að á 40 ára afmælisárinu fái skólinn allt húsið til umráða. Stendur til að breyta og bæta aðstöðuna að þörfum skólans á næstu 2 árum. Þetta hefur mikla þýðingu fyrir allt starf skólans og stærsti kosturinn er að við getum haldið tónleika í sal skólans hvenær sem við viljum og flutningur á búnaði óþarfur milli húsa. Þær breytingar sem gerðar verða eru að hluta til vegna nýrra krafna með aðgengi, en það verður sett lyfta í anddyri Sindrabæjar, einnig verður opnað á milli hæða í suðurenda hússins svo að tengslin milli efri hæðar og sviðs verður betri og umgangur um bygginguna þægilegri. Búið er að gera mjög hljóðeinangrandi stofu þar sem eldhúsið var og munu hljómsveitaræfingar og trommukennsla fara þar fram án þess að trufla aðra starfsemi  Helsta vandamál starfsaðstöðunnar er að kennarar og nemendur hafa verið í sífelldri keppni um athygli vegna þess hvað það heyrist vel á milli stofa.   Aðrar stofur koma svo til með að fá betri hljóðeinangrun. Einnig verður stofum fjölgað en bóklegir tímar og önnur hópkennsla hefur aukist undanfarin ár. Salurinn í Sindrabæ verður lítið breyttur, en þó verður reynt að laga hljómburðinn þar.

Myndir

Í gegnum tíðina hafa nemendur tónskólans spilað víða og margir tekið  myndir. Tónskólinn auglýsir eftir myndum af viðburðum og sérstaklega eru myndir frá fyrstu árum skólans vel þegnar. Það má  koma með þær í skólann vel merktar og gjarnan ártal, og hverjir eru á myndinni ef slíkar upplýsingar liggja fyrir. Einnig má senda myndir  á tonskoli@hornafjordur.is   

 

 

 

 

 


Tónskóli fréttir
Tónskólinn
Tónskólinn
Tónskólinn

Tónskólinn fjörutíu ára

08.12.2009

 

Þann 1. desember 1969 var Tónlistarskóli Hafnarkauptúns  settur í fyrsta sinn. Tveir kennarar þau Sigjón Bjarnason og Magnhildur Gísladóttir voru ráðin til starfa og hófst kennsla 8. des. sama ár en á milli 40 og 50 nemendur voru skráðir við skólann. Kennt var í safnaðarheimili Hafnarkirkju. 10 árum síðar fluttist skólinn í Sindrabæ og hefur verið þar síðan.  Árið 1981 var samþykkt í skólanefnd tillaga Hauks Þorvaldssonar um að breyta nafni skólans í Tónskóla A-Skaft. en þá hafði Egill Jónsson þáverandi skólastjóri fært starfsemina inn í sveitirnar og þar voru stofnuð útibú frá skólanum.

Eftir sameiningu sveitarfélaganna og fækkun grunnskólanna hefur starfsemi tónskólans flust að mestu leyti á Höfn en starfrækt er útibú í Hofgarði í Öræfum.

Húsnæðismál

Það er ánægjuleg tilviljun að setning skólans fór fram í Sindrabæ 1969 og að á 40 ára afmælisárinu fái skólinn allt húsið til umráða. Stendur til að breyta og bæta aðstöðuna að þörfum skólans á næstu 2 árum. Þetta hefur mikla þýðingu fyrir allt starf skólans og stærsti kosturinn er að við getum haldið tónleika í sal skólans hvenær sem við viljum og flutningur á búnaði óþarfur milli húsa. Þær breytingar sem gerðar verða eru að hluta til vegna nýrra krafna með aðgengi, en það verður sett lyfta í anddyri Sindrabæjar, einnig verður opnað á milli hæða í suðurenda hússins svo að tengslin milli efri hæðar og sviðs verður betri og umgangur um bygginguna þægilegri. Búið er að gera mjög hljóðeinangrandi stofu þar sem eldhúsið var og munu hljómsveitaræfingar og trommukennsla fara þar fram án þess að trufla aðra starfsemi  Helsta vandamál starfsaðstöðunnar er að kennarar og nemendur hafa verið í sífelldri keppni um athygli vegna þess hvað það heyrist vel á milli stofa.   Aðrar stofur koma svo til með að fá betri hljóðeinangrun. Einnig verður stofum fjölgað en bóklegir tímar og önnur hópkennsla hefur aukist undanfarin ár. Salurinn í Sindrabæ verður lítið breyttur, en þó verður reynt að laga hljómburðinn þar.

Myndir

Í gegnum tíðina hafa nemendur tónskólans spilað víða og margir tekið  myndir. Tónskólinn auglýsir eftir myndum af viðburðum og sérstaklega eru myndir frá fyrstu árum skólans vel þegnar. Það má  koma með þær í skólann vel merktar og gjarnan ártal, og hverjir eru á myndinni ef slíkar upplýsingar liggja fyrir. Einnig má senda myndir  á tonskoli@hornafjordur.is   

 

 

 

 

 

Senda grein

 

TungumálÚtlit síðu:


Himnaríki á jörð (@Skaftafell) Grásleppuveiðar Í nýju sundlauginni
26. september 2017