Tónskóli fréttir

Breytingar á húsnæði Tónskólans

 Miklar framkvæmdir hafa verið á húsnæði tónskólans, Sindrabæ, í sumar. Búið er að opna leið úr aðal anddyri Sindrabæjar og yfir í stigaganginn upp á loft. Fyrir vikið verða dyrnar sem snúa að Hafnarbrautinni (aðaldyr Sindrabæjar) aðlinngangur í tónskólann. Litli salurinn okkar, sem alltaf var kallaður kaffistofa Sindrabæjar, hefur verið breytt í 3 kennslustofur sér hannaðar fyrir tónlistarkennslu, auk stofunnar sem búin var til s.l. sumar úr eldhúsinu. Einnig eru komnar varanlegar hurðir milli anddyris og sal Sindrabæjar, svo að neðri hæðin hefur nú góðan biðsal fyrir nemendur, 4 kennslustofur og tónleikasal, auk þess að hafa beint aðgengi að efri hæðinni. Þessar framkvæmdir er hluti af stærri breytingum sem verða á húsnæðinu en farið verður í næsta áfanga að ári.  Starfsmenn skólans eru mjög ánægð með þessar breytingar og verður aðstaða til kennslu mun betri í vetur en hingað til.

 Engar breytingar verður á kennarahópi skólans í vetur frá því í fyrra. Hins vegar ætlar Gunnlaugur Þröstur að minnka við sig kennslu en það getur þrengt aðeins um möguleikann á fjölda nemenda sem vilja læra á gítar, bassa og trommur. Elvar Bragi mun bæta einhverju við sig af gítarnemendum og Hafþór mun einnig bæta við sig trommunemendum og vonum við að við höldum í við biðlistana með því móti.

  Ekki er áætlað að fjölga nemendum við skólann en um 105 nemendur munu stunda nám við skólann í vetur, auk forskólans sem hefur aðal aðsetur í Hafnarskóla.


Tónskóli fréttir

Breytingar á húsnæði Tónskólans

20.08.2010

 Miklar framkvæmdir hafa verið á húsnæði tónskólans, Sindrabæ, í sumar. Búið er að opna leið úr aðal anddyri Sindrabæjar og yfir í stigaganginn upp á loft. Fyrir vikið verða dyrnar sem snúa að Hafnarbrautinni (aðaldyr Sindrabæjar) aðlinngangur í tónskólann. Litli salurinn okkar, sem alltaf var kallaður kaffistofa Sindrabæjar, hefur verið breytt í 3 kennslustofur sér hannaðar fyrir tónlistarkennslu, auk stofunnar sem búin var til s.l. sumar úr eldhúsinu. Einnig eru komnar varanlegar hurðir milli anddyris og sal Sindrabæjar, svo að neðri hæðin hefur nú góðan biðsal fyrir nemendur, 4 kennslustofur og tónleikasal, auk þess að hafa beint aðgengi að efri hæðinni. Þessar framkvæmdir er hluti af stærri breytingum sem verða á húsnæðinu en farið verður í næsta áfanga að ári.  Starfsmenn skólans eru mjög ánægð með þessar breytingar og verður aðstaða til kennslu mun betri í vetur en hingað til.

 Engar breytingar verður á kennarahópi skólans í vetur frá því í fyrra. Hins vegar ætlar Gunnlaugur Þröstur að minnka við sig kennslu en það getur þrengt aðeins um möguleikann á fjölda nemenda sem vilja læra á gítar, bassa og trommur. Elvar Bragi mun bæta einhverju við sig af gítarnemendum og Hafþór mun einnig bæta við sig trommunemendum og vonum við að við höldum í við biðlistana með því móti.

  Ekki er áætlað að fjölga nemendum við skólann en um 105 nemendur munu stunda nám við skólann í vetur, auk forskólans sem hefur aðal aðsetur í Hafnarskóla.

Senda grein

 

TungumálÚtlit síðu:


Himnaríki á jörð (@Skaftafell) Grásleppuveiðar Í nýju sundlauginni
26. september 2017