Forskóli

Forskólanám

Forskóli tónskólans er skyldunám 7 og 8 ára barna í Grunnskóla Hornafjarðar. Nemendur í 2. og 3. bekk fá tónlistarnám og kemur það til viðbótar tónmenntakennslu grunnskólans. Kennslan fer fram á skólatíma í húsnæði grunnskólans. Ekki þarf að greiða fyrir tónlistarnámið og er það tónskólinn sem hefur umsjón með kennslunni. Markmið forskólanámsins er að búa nemendur sem best undir hljóðfæranám.

2. bekkur fær tónlistarfræðslu á vegum tónskólans 1 x 40 mín. á viku en 3. bekkur kemur 2 x 40 mín á viku og þar sem kennt er í 3-6 manna hópum. Að auki fá nemendur einn tónmenntatíma á vikur þar sem allur bekkurinn er saman. Í tónlistartímum fer fram alhliða þjálfun í tónlist, en höfuðáherslan er lögð á blokkflautuna. Þar læra þau alla undirstöðuþætti hljóðfæranáms, nótnalestur og tónfræði. Auk þess er mikið sungið, hlustað, dansað og fengist við skapandi þætti.

Nemendur koma fram á tónleikum og öðrum uppákomum hjá skólanum. Í 3. bekk taka nemendur próf  í tónfræði og á blokkflautuna í lok vetrar. Áhersla er lögð á gott samstarf milli skólans og heimilanna. Ætlast er til að nemendur æfi sig samviskusamlega heima því það er undirstaða farsæls tónlistarnáms. Foreldrar þurfa ekki að kunna á blokkflautu, en mikilvægt er að hvetja börnin  áfram og sýna námi þeirra áhuga.  


 

TungumálÚtlit síðu:


Himnaríki á jörð (@Skaftafell) Grásleppuveiðar Í nýju sundlauginni
24. september 2017