Tónfræðagreinar

Tónfræðanám

Þegar nemendur hafa lokið einu ári í námi á sitt hljóðfæri fá þau einn tíma á viku í tónfræði. Kennsla fer fram í  5 – 12 manna hópum og er kennt í 1 klst. í senn. Í tímum fá nemendur m.a. þjálfun í nótnaritun, tónheyrn, taktþjálfun, tónlistarsögu, hlustun og greiningu. Nemendur taka próf í lok námstímans. Ætlast er til að allir nemendur skólans stundi nám í tónfræði sem er mikilvægur þáttur samhliða hljóðfæranáminu og styrkir nemandann almennt. Nemandi hefur ekki að fullu lokið áfangaprófi á hljóðfærið sitt nema að hafa einnig lokið samsvarandi prófi í tónfræðagreinum.


 

TungumálÚtlit síðu:


Himnaríki á jörð (@Skaftafell) Grásleppuveiðar Í nýju sundlauginni
17. október 2017