Reglur

Hverjir komast inn í skólann

Allir sem sækja um í Tónskóla A-Skaft. eiga möguleika á að komast inn í skólann.Oftar en ekki sækja fleiri um en við getum tekið við og myndast þá biðlisti. Þeir sem sækja um á réttum tíma eru allir jafn háir inn, en þó höfum við þurft að gera upp á milli nemenda. Þá skoðum við eftirfarandi. Ef um nýnema er að ræða þá skoðum við hvernig forskólanámið gekk og einnig aldur nemenda og tökum við eldri umsóknarnemendur fram yfir þá yngri. Stundum þurfum við hreinlega að draga á milli umsókna.

Nemandi sem hefur lent á biðlista þarf að sækja aftur um að hausti ef hann hefur ekki komist inn umsóknarárið. Við endurnýjun umsóknar lendir nemandi í forgangshóp sem fer fram fyrir alla nýnema. Ef biðlistarnemandi sækir ekki um að nýju, lendir hann aftast í umsóknarferlinu og dettur út 2 árum síðar.

Nemendur fara í biðröð eftir hljóðfærum. Fyrir vikið eru biðlistarnir mislangir eftir hljóðfærum.


 

TungumálÚtlit síðu:


Himnaríki á jörð (@Skaftafell) Grásleppuveiðar Í nýju sundlauginni
17. október 2017