Umhverfisfréttir

Orkusparnaður

14.2.2014 Umhverfisfréttir

Líftímakostnaður er verð vöru,  kostnaður af rekstri, viðhaldi og förgun.  Þannig að þó vara sé ódýr þá getur verið að hún sé mun dýrari í rekstri en önnur sambærileg vara. Þegar horft er til lengri tíma getur því verið hagkvæmara að kaupa dýrari vöruna þar sem líftímakostnaður hennar er lægri.  Umhverfið nýtur einnig góðs af slíku því oft þarf t.d. að vinna efni úr jörð með námugreftri sem hefur mikil umhverfisáhrif.  Mengun bæði vegna flutnings og framleiðslu minnkar líka eftir því sem varan hefur lengri líftíma.  Þegar hugað er að rekstrinum, þá eru þær vörur sem falla undir þessa skilgreiningu ódýrari í rekstri.  Margar rafmagnsvörur sem hafa minni rafmangsnotkun en sambærinlegar endast jafnframt lengur.  Gott dæmi um þetta eru svokallaðar sparperur.

Orkusparnaður snýst því ekki eingöngu að þætti eins og að láta ljós ekki loga að óþörfu og slökkva á rafmangstækjum í stað „stand-by“ stillingar, heldur er einnig hægt að ná fram orkusparnaði með betri orkunýtingu.

Við ættum því að hafa þessa þætti í sérstaklega í huga þegar keypt eru ný tæki á heimili eða vinnustað.  Þegar kemur að raftækjum þá hafa verið sett lög sem skylda framleiðendur að gefa til kynna orkunýtni allra raftækja á sama hátt en slíkar merkingar má sjá hér (http://www.orkusetur.is/page/orkusetur_merkingar).  Aðrar vöru hafa samskonar staðlaðar merkingar sem segja til um orkunýtni þeirra og eru hjólbarðar dæmi um slíkt.  Þeir eru merktir og sýnt er hvaða áhrif þeir hafa á eyðslu bifreiðarinnar. Þessi merking er svipuð og merking raftækja. Því er upplagt að kaupa þær vörur sem stuðla að sem mestum orkusparnaði og eru þar af leiðandi umhverfisvænni. 

Á heildina litið stuðlar orkusparnaður því að fjárhagslegum sparnaði, betra umhverfi, auknu öryggi og auknum þægindum. 

Jóhann Helgi Stefánsson

Landfræðingur B.Sc.

 

Senda grein

 

TungumálÚtlit síðu: