Umhverfisfréttir

Nýtt myndband um umhverfismál

30.4.2014 Umhverfisfréttir

Hörður Þórhallsson og Þorsteinn Jóhannsson hafa unnið fræðslumyndbönd um umhverfismál. Fyrsta myndbandið var frumsýnt í dag á fundi sem starfsmenn sveitarfélagsins áttu með fulltrúum Landverndar og Náttúrustofu Suðausturlands. Sveitarfélagið er að vinna að loftlagsverkefni í samvinnu við Landvernd og þótti við hæfi að frumsýna myndbandið á fundinum, þar sem var verið að kynna niðurstöður í hinum ýmsu málaflokkum varðandi umhverfismál. Á fundinum gerði Ásgerður fulltrúum Landverndar grein fyrir verkefnum sem eru hafin og framkvæmdaáætlun í umhverfismálum.

Eitt af þeim verkefnum er vinna að kynningarmyndböndum um umhverfismál með því markmiði að gera málaflokkinn áhugaverðann og jafnvel skemmtilegann.

 Myndbandið má finna á eftirfarandi slóð:

https://www.youtube.com/watch?v=nFzbk7ntdXk

Senda grein

 

TungumálÚtlit síðu: