Umhverfisfréttir

Ræktun

5.5.2014 Umhverfisfréttir

Ræktun í stórum stíl er óumhverfisvæn. Þó skal þess getið að það á sérstaklega við um ræktun erlendis en ræktendur hér á landi eru nokkuð umhverfisvænir. Margvísleg mengun á sér stað í rætkun, t.a.m er  útblástur koltvíoxíðs við vélavinnu og flutninga mjög mikil á heimsvísu.  Vatnsnotkun er gríðarlega mikil við matvælaræktun erlendis en að jafnaði fer u.þ.b. 70% af vatnsnotkun heimsins í landbúnað. Þessi mikla vatnsnotkun væri í lagi ef ekki væri í mörgum tilfellum verið að ganga á grunnvatnsbirgðir heimsins. 
 
Notkunin er því meiri en endurnýjun sem sagt ósjálfbær notkun á auðlindum. Sérstaklega er það þó mengun af völdum skordýraeiturs en nýjar rannsóknar hafa sýnt að slíkt hefur haft mjög skaðleg áhrif á býflugnastofninn. Hrun hefur verið í býflugastofnunum undanfarin ár og hefur það verið rekið til þessara gífurlegu eiturefna notkunar.  Býflugur eru vistkerfum gríðarlega mikilvægar og myndi útrýming býflugna hafa miklar afleiðingar, t.a.m er talið að um 80% plantna gætu þurrkast út.  Þetta eru þó ekki einu atriðin sem koma við sögu í ræktun matvæla, önnur atriði eru t.d. ástand jarðvegs á ræktunarsvæðum, útskolun tilbúins áburðar í grunnvatn og aðstæður vinnuaflsins. 
 

Nú þegar sumarið er komið (a.m.k. samkvæmt dagatalinu) er gott að velta þessum málum fyrir sér og hugleiða hvað það er sem við getum bætt hjá okkur.  Eitt er það sem við getum gert en það er að rækta okkar eigið grænmeti sjálf. Slíkt ræktun er í eðli sínu mjög umhverfisvæn enda eru öll þau neikvæðu umhverfisáhrif sem ég nefndi hér á undan hverfandi lítil.

Þó svo að iðnaðarræktendur noti ofangreindar leiðir til að tryggja uppskeru sína eru til aðrar og umhverfisvænni leiðir.  Þær eru m.a. dúkur yfir ræktunarsvæði sem hindrar að óæskileg skordýr komst í feitt og lífrænn áburður(skítur) í stað tilbúins áburðar.

Ísland stendur vel að vígi þegar kemur að ferskvatnsbúskapi og þurfum við ekki að hafa áhyggjur af grunnvatnsstöðu þegar við vökvum garðinn okkar þar sem við notum mun mina vatn en safnast upp. Auk þess sem við minnkum kolefnisfótspor okkar vegna flutninga. Gríðarlega gott starf hefur verið unnið hjá skólagörðunum mörg undanfarin ár og getum við leitað til þeirra til að sjá hvernig skal staðið að lífrænni ræktun. 

Think global – Act local
Jóhann Helgi Stefánsson
Landfræðingur B.Sc.

 

Senda grein

 

TungumálÚtlit síðu: