Umhverfisfréttir

Hjólum í vinnuna - nýtt myndband

8.5.2014 Umhverfisfréttir

Nú stendur yfir átakið Hjólað í vinnuna, megin markmið verkefnisins er að vekja athigli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. Þátttakendur eru hvattir til þess að hjóla, ganga, hlaupa eða nýta almenningssamgöngur til og frá vinnu dagana 7. – 27. maí.

Starfsmenn vinnustaða hér á landi hafa tekið vel við sér því þátttakan hefur margfaldast þau ellefu ár sem Hjólað í vinnuna hefur farið fram.

Sveitarfélagið hvetur alla til að hjóla í vinnuna, því hvar er betra en að hjóla en í Sveitarfélaginu Hornafirði. Hér er skemmtilegt myndband tengdu efninu, sem þeir Hörður Þórhallsson og Þorsteinn Jóhannsson gerðu fyrir umhverfisfréttir sveitarfélagsins.

https://www.youtube.com/watch?v=6-L303nBIAg

 

Hjólað í vinnuna fer fram dagana 7. – 27. maí 2014.

Senda grein

 

TungumálÚtlit síðu: