Umhverfisfréttir

Vistvæn innkaup

25.5.2014 Umhverfisfréttir

Vistvæn innkaup snúast um að neytendur velji að kaupa vörur sem eru síður skaðleg umhverfinu og heilsu manna. Þær vörur verða svo að hafa jafn langan eða lengri líftíma.  Slíkar vörur eru merktar með umhverfismerkjum. Ekki eru þó öll umhverfismerki áreiðanleg vegna þess að sumir framleiðendur hafa merkt vörur sínar umhverfisvænar þó þær séu það ekki.  Umhverfismerki sem mark er takandi á eru á vegum óháðra eftirlitsaðila. Lista yfir þess konar umhverfismerkin má finna á vef Umhverfisstofunar(http://www.ust.is/einstaklingar/umhverfismerki/ ). Til þess að vara hljóti umhverfismerki þarf hún að uppfylla ákveðin skilyrði um framleiðsluferil, efnainnihald, úrgangsmyndurnar og niðurbrot. 
 

Vistvæn innkaup snúast ekki eingöngu um að velja vörur merktar umhverfismerkjum.  Sóun á matvælum er einnig hluti af vistvænum innkaupum.  Mikil umræða og vitundarvakning hefur verið á sóun matvæla í heimum og hér á landi.  Sameinuðu þjóðirnar hafa bent á að um 1,3 milljarður tonna af matvælum fer til spillis á heimsvísu.  Einföld atriði eins og innkaupalistar og matseðill fyrir komandi viku geta minnkað sóun á matvælum töluvert. Aðrir þættir geta einnig minnkað sóun á matvælum t.d. að frysta matarafganga og geyma mat í réttum umbúðum.  Við það að velja frekar vöru sem kemur stutt að, spörum við mikið í formi útblástur koltvíoxíðs. Þær matvörur sem ferðast stutta vegalengd halda einnig betur í ferskleikan og því fáum við ferskari, betri og umhverfisvænni vöru. Það er ekki einungis mjög umhverfisvænt að minnka sóun á matvælum heldur geta einnig sparast töluverðar fjárhæðir hjá heimilunum. 

Sparnaður og umhverfisvernd fer einnig mjög vel saman þegar kemur að plastpokum.  Hinir venjulegu plastpokar eru mjög óumhverfisvænir því það þarf olíu og önnur óumhverfisvæn efni til að búa þá til. Svo brotna þeir ekki niður í náttúrunni heldur verða að litlum ögnum sem menga jarðveg og vatn. Talið er að hver einstaklingur í Evrópu noti um 500 plastpoka á ári.  Ef við gefum okkur að hver plastpoki kosti 25 krónur gera þetta 12.500 kr á ári.  Fjögurra manna fjölskylda er því að eyða 50 þúsund krónum á ári í plastpoka!

Jóhann Helgi Stefánsson

Landfræðingur B.Sc.


 

Senda grein

 

TungumálÚtlit síðu: