Umhverfisfréttir

Hættum að nota plastpoka

25.5.2014 Umhverfisfréttir

Sveitarfélagið Hornafjörður hefur undanfarið ár unnið samkvæmt stefnu  í umhverfismálum, liður í því eru endurvinnslutunnurnar sem eiga að vera komnar á hvert heimili í sýslunni. Íbúar hafa staðið sig vel í flokkun og þökkum við góðar viðtökur.

stígum við næsta skref með því að hvetja íbúa sveitarfélagsins til að nota margnota innkaupapoka við innkaup ásamt því að hugsa vel um hvaða vörur fara í hann. Í stað plastpoka í ruslatunnuna er hægt að nota maíspoka sem er íslensk hugvit og rotna þeir í náttúrunni.  Veljum umhverfismerktar vörur, minnkum umbúðanotkun og stuðlum að hreinu umhverfi.

Stofnuð hefur verið síða um umhverfismál í sveitarfélaginu,  þar má finna mörg góð sparnaðarráð, fróðleik um málaflokkinn og skemmtileg myndbönd um hvernig við getum sameinast við að halda sveitarfélaginu okkar hreinu. Nýtt myndband er komið inn á hornafjordur.is/umhverfismal

.

Með kveðju fyrir hönd bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Hornafjarðar

Ásgerður K. Gylfadóttir 

Senda grein

 

TungumálÚtlit síðu: