Umhverfisfréttir

Flokkum betur í endurvinnslutunnuna

22.8.2014 Umhverfisfréttir

Mynd 1 af 3
1 2 3

Frá því að sveitarfélagið tók í notkun tveggja tunnu sorpkerfi þar sem í aðra tunnuna  er sett almennt sorp og í hina endurvinnanleg efni hafa íbúar verið duglegir að flokka en betur má gera í þeim efnum. Við frekari flokkun á efni úr  endurvinnslutunnunum kemur í ljós að of mikið af almennu sorpi er sett í þær einnig er nokkuð um að blautar og óhreinar umbúðir eru settar þar með en það veldur því að mikið magn af efni sem annars er endurvinnanlegt er flokkað sem sorp hjá endurvinnsluaðila á Reyðarfirði og er því urðað þar.  Sveitarfélagið ber kostnað af flutningi á endurvinnsluefninu og af urðun á því sem ekki er hægt að endurvinna. Það er því afar mikilvægt að allt efni sem í endurvinnslutunnu fer sé endurvinnanlegt og ekki óhreint.

Upplýsingar frá endurvinnsluaðila segja að eðlilegt magn af almennu sorpi úr slíkum tunnum  sé 5 til 7% en frá Hornafirði hefur hlutfallið verið 14,7% og fór við síðustu losun í 17,1%. Á þessum tölum  má sjá að við getum gert mun betur í þessum málum. Meðfylgjandi myndir sýna varning sem ekki er endurvinnanlegur. Meðal þess sem ekki fer í endurvinnslu er t.d. skór og töskur, flíkur, kjötáleggsbréf og umbúðir með álfilmu einnig á ekki að setja hlutina í poka og binda fyrir.

Sveitarfélagið hvetur íbúa til að nota margnota innkaupapoka sem dreift var í hús á þessu ári. Einnig fást í Nettó umhverfisvænir maíspokar sem passa í fötur undir heimilissorp í stað plastpoka en plast eyðist illa á sorphaugum.

 

Senda grein

 

TungumálÚtlit síðu: