Umhverfisfréttir

Ný flokkunarstöð við Gáruna 

1.4.2015 Umhverfisfréttir

Íbúum sveitarfélagsins er bent á að búið að setja upp flokkunarkrá við Gáruna. Þar er hægt að flokka sorp allan sólarhringinn alla daga ársins. Ekki er ætlast til að komið sé með stærri hluti þá þarf að koma með á opnunartíma sorpstöðvarinnar.

Vegna breyttra aðstæðna er fólk beðið ykkur um að setja allan pappír í poka áður en hann er settur í endurvinnslutunnuna. Flokkunin gengur ágætlega og íbúar eru jákvæðir gagnvart flokkuninni en þó má benda á að í síðustu hreinsun var talsvert af almennu sorpi en einhvers misskilngs gætir þar sem mikið magn af bleiupokum hafa verið í endurvinnslutunnunni. 

Það má alls ekki setja GLER  í endurvinnslutunnuna vegna slysahættu starfsmanna. Við frágang endurvinnsluefnanna varð slys á starfsmanni fékk hann skurð á hendi sem kom til eingöngu vegna glers. 

Einnig er áréttað að endurvinnslan tekur ekki við fatnaði, ef vilji er að endurnýta slíkt á að koma því í RKÍ. Tekið er við fatnaði fyrir RKÍ í Gárunni, en ekki er ætlast til að föt séu sett í endurvinnslutunnuna. Ef fólk vill endurnýta sín föt á að koma þeim til RKÍ m.a. í Gárunað eða í gáminn við N1.

Opnunartími Endurvinnslunnar þ.e. flöskumóttakan er opin þriðjudaga og fimmtudaga milli 13:00 og 17:00 á laugardögum er opið frá 11:00 til 15:00.

 

Senda grein

 

TungumálÚtlit síðu: