Umhverfisfréttir

Áræðanleg umhverfismerki

27.8.2015 Umhverfisfréttir

Það getur verið erfitt að rata í umhverfismerkjafrumskóginum þar sem finna má mörg merki sem eru jafn ólík og þau eru mörg. Engu að síður eru hin áreiðanlegu og altæku umhverfismerki ekki mörg og er auðvelt að leggja þau á minnið. þessi merki eru meðal þeirra sem talin eru í hæsta gæðaflokki merkja.

Neytendur geta treyst því að þegar þeir kaupa vöru eða þjónustu sem merkt er Svaninum, Evrópublóminu, Bláa Eglinum eða Bra mijöval þá séu þeir að velja best fyrir umhverfið og heilsu. Merkin tákna ekki að varan er lífræn.

 


Þessi merki eru meðal þeirra sem eru talin í hæsta gæðaflokki umhverfismerkja.

Áreiðanleg merki eiga það sameiginlegt að:

  • Þau eru valfrjáls leið til að markaðssetja umhverfiságæti vöru eða þjónustu
  • Úttekt er sinnt af óháðum, þriðja aðila
  • Viðmið eru þróuð af sérfræðingum
  • Viðmið notast við lífsferilsnálgun, þ.e. gera kröfur til hráefnis, framleiðslu, notkunar og förgunar
  • Viðmið eru hert á nokkurra ára fresti sem tryggir sífelldar endurbætur á vörunni eða þjónustunni

Allt ofangreint er í samræmi við ISO staðalinn 14026 sem tilgreinir hvað þarf að einkenna áreiðanleg umhverfismerki. Þau merki sem ekki uppfylla ofangreind atriði teljast því ekki sem eiginleg umhverfimerki því vottun þeirra beinist að ákveðnum afmörkuðum  hluta framleiðslunnar eða hráefnisnotkunarinnar í stað þess að vera allt um lykjandi líkt og áreiðanlegu umhverfismerkin.


 

Svanurinn

Merki svansins

Merkið var stofnað á Norðurlöndunum árið 1989. Merkið þýðir ekki að varan sé lífræn en í sumum vöruflokkum, til dæmisvefnaðarvöru er gerð krafa um að varan sé 100% lífræn til að fá Svansmerkið.

Blómið og Svanurinn eru opinber merki Íslands en Umhverfisstofnun fer með umsýslu þeirra. Umhverfismerkisnefnd tekur ákvarðanir um kröfurnar og í henni sitja fulltrúar yfirvalda, neytenda- og umhverfisamtaka, verslun og iðnaði.

Lestu meira um Svaninn á heimasíðu Umhverfisstofnunar

 

Evrópublómið

Merkið var stofnað árið 1992 af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Blómið er notað í allri Evrópu. Umhverfisstofnun hefur umsjón með Blóminu á Íslandi.

Til þess að uppfylla kröfur Blómsins eru umhverfisáhrif vörunnar metin, til að mynda orkunotkun við framleiðslu eða umhverfisálag við notkun og íblöndun kemískra efna.

Lestu meira um Blómið á heimasíðu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins

 

Blái Engillinn

 Blái engillinn (Der Blaue Engel) er þýskt umhverfismerki.

Þýsk yfirvöld ákveða innan hvaða vöruflokka er hægt að fá vottun. Viðmið merkisins eru þróuð í samvinnu við fulltrúa frá umhverfisyfirvöldum, iðnaði, neytendasamtökum ásamt öðrum hagsmunaaðilum og sérfræðingum.

Lestu meira um Bláa engilinn á heimasíðu merkisins


Bra miljöval


Merkið er þróað af náttúruverndarsamtökunum Naturskyddsforeningen í Svíþjóð í samvinnu við samtök verslunar.
Merkjasamtökin hafa mótað úrval heilstæðra umhverfisviðmiða sem framleiðendur eða dreifingaraðilar verða að uppfylla. Í þeim felst til að mynda að við framleiðslu má ekki notast við efni sem eru þrávirk eða skaðleg umhverfinu. Einnig eru settar kröfur um orkunotkun auk þess sem það verður að vera hægt að endurvinna vöruna eða að niðurbrot hennar hafi ekki skaðleg áhrif á umhverfið.

Lestu meira um Bra Miljöval á heimasíðu Naturskyddsforeningen

Green Seal

Merki Green Seal

Margar bandarískar vörur á markaði hérlendis eru merktar Green Seal merkinu. Þetta er bandarískt merki sem telja má til áreiðanlegra umhverfismerkja og er rekið af samtökum sem eru ekki starfrækt í hagnaðarskyni. Samtökin voru stofnuð árið 1989 og Green Seal er elsta merki sinnar tegundar í Bandaríkjunum.

Lestu meira um Green Seal á heimasíðu merkisins.

 

Heimildir frá Umhverfisstofnun Íslands.

Bryndís Bjarnarson


               

Senda grein

 

TungumálÚtlit síðu: