Umhverfisfréttir

Reglur um greiðslur fyrir refa- og minkaveiðar

31.8.2015 Umhverfisfréttir

Reglur um refa- og minkaveiði innan sýslumarka Austur-Skaftafellssýslu í heild sinni má sjá á heimasíðu sveitarfélagsins: www.hornafjordur.is/stjornsysla/reglurogsamþykktir

Í reglunum kemur skýrt fram að veiðimenn eru ráðnir af sveitarfélaginu og einungis ráðnum veiðimönnum er greitt fyrir veiðar á grenjatímabilinu.

Greiðslur fyrir refaveiðar              

Þeir veiðimenn sem veiða fleiri en 20 dýr fá greitt 25% álag á hvert dýr.  Skýrslum og skottum af dýrum sem unnin eru á sumartíma (1. apríl - 31. ágúst) skal skila eigi síðar en 10. september.

Heilum dýrum sem unnin eru á vetrartíma (1. september -  31. mars) skal skila eigi síðar en 10. september.

Ekki verður greitt ef skýrslur berast eftir tilsetta tíma. 

Greiðslur fara fram í október ár hvert. 

Greiðslur fyrir minkaveiðar

Veiðimönnum með samning skal greitt fyrir hvert unnið dýr.

Skýrslum og skottum af dýrum sem unnin eru skal skila eigi síðar en 10. september. Ekki verður greitt ef skýrslur berast eftir tilsettan tíma. Þeir veiðimenn sem veiða fleiri en 20 dýr fá greitt 25% álag á hvert dýr.  

Greiðslur fara fram í október ár hvert.


Senda grein

 

TungumálÚtlit síðu: