Umhverfisfréttir

Umbúðaplast til endurvinnslu

25.9.2015 Umhverfisfréttir

Nú er kominn nýr farvegur fyrir blandað umbúðaplast til endurvinnslu.  Þessi breyting byggir m.a. á breyttri gjaldskrá/endurgreiðslu frá Úrvinnslusjóði.

Ný flokkun:

 • Við getum núna leyft allt umbúðaplast frá heimilum í þennan flokk, blandað umbúðaplast.

 • Þetta plast verður að vera umbúðaplast frá heimilum, ekki iðnaðarplast.

 • Flokkum því ekki lengur í mjúkt og hart umbúðaplast.

 • Nýjar umbúðir sem núna eru leyfðar eru t.d. áleggsbréf (samsettar plastfilmur) og kaffipokar úr plasti. 

 • Best að láta litaða plastfilmu fara með þessum flokk.

 • Plastumbúðirnar verða áfram að vera skolaðar og/eða lausar við óhreinindi. 

   

  Má ekki fara með:

 • Iðnaðarplast

 • Heimilisplast sem ekki eru umbúðir, t.d. garðstólar og garðhúsgögn, vatnsrör o.fl.

   

   

Senda grein

 

TungumálÚtlit síðu: