Umhverfisfréttir

Jólapappír er endurvinnanlegur

18.12.2015 Umhverfisfréttir

Um jólin fellur til mikið af pappír og örðu rusli frá heimilum. Sveitarfélaginu hafa borist spurningar um hvort þessi efni séu endurvinnanleg.

Jólapappír á að meðhöndla eins og annan pappír helst að setja í lokaða poka í tunnurnar því borið hefur á að bleyta kemst í tunnurnar og pappírinn skemmist, þá er auðveldara fyrir starfsmenn að taka pappírinn frá örðu efni sem fer í grænu tunnuna. Þá má einnig endurnýta jólapappír og nýta hann næstu jól.

Pakkabönd á að setja í litlu tunnuna því ekki er hægt að endurvinna þau.

Þá vilja starfsmenn áhaldahúss biðja fólk um að setja ónýtu jólaseríurnar ekki í grænu tunnuna því það er ekki hægt að endurvinna jólaseríur.


Senda grein

 

TungumálÚtlit síðu: