Umhverfisfréttir

Fyrirtæki verða að taka ábyrð í sorpmálum - sorpbrennur eru stórhættulegar

22.1.2016 Umhverfisfréttir

Fyrirtæki verða líka að flokka

Mikilvægt er að fyrirtæki taki þátt í að flokka endurvinnanlegt efni og minnki þar með almennt sorp sem fer til  urðunar.  

Samkvæmt samþykkt um úrgang og gjaldskrá sveitarfélagsins eiga fyrirtæki að greiða fyrir urðun á almennu sorpi. Þetta á einnig við um fyrirtæki sem koma sjálf með almenna sorpið í gámaportið, í gjaldskrá um sorpurðun kemur fram að fyrirtæki þurfi að greiða fyrir hvert kíló sem fer til urðunar.

Mikilvægt er að stjórnendur allra fyrirtækja kynni sér þau úrræði sem eru í boði fyrir fyrirtæki í sveitarfélaginu.

Sorpbrennur orsaka mikla losun díoxín sem er hættuleg mönnum

Sveitarfélagið vill standa sig í umhverfismálum og losun gróðurhúsalofttegunda og hefur skuldbundið sig til að taka þátt í loftlagsverefni Landverndar og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Verkefnið gengur út á að sveitarfélagið minki losun gróðurhúsaloftegund sína um 3% á ári.

Ljóst er að  sorp er ekki að skila sér frá fyrirtækjum og heimilum og liggur grunur á að ólögleg urðun eða eyðing á sorpi.Opin brennsla á úrgangi er óheimil skv. lögum um meðhöndlun úrgangs nr. 55/2003, þegar brennsla á úrgangi fer fram myndast hættuleg efni og orsakar tiltölulega mikla losun díoxíns ma.

Áætlað er  að ef rusl frá venjulegu heimili væri brennt í opinni tunnu á baklóðinni,  þá losnar við það álíka mikið díoxín og frá fullkominni sorpbrennslustöð fyrir 60.000 manna byggð!

Díoxín er þrávirkt og eitrað efni sem brotnar seint niður í náttúrunni og hefur því skaðleg áhrif á menn og aðrar lífverur, jafnvel þó styrkur þess sé afar lágur.

Skaðleg áhrif á menn eru getuleysi og krabbamein.Ekki þarf nema 0,001 mg. til að drepa lítil nagdýr.

Urðunarstaður í Lóni

Urðunarstaðurinn í Lóni mun fyllast á næstu árum sem er talsvert á undan þeim  áætlunum sem sveitarfélagið hafði gert. Mikill kostnaður er fyrir sveitarfélagið að útbúa  annan urðunarstað og er ekki víst að hann finnist í sveitarfélaginu. Það hefði í för með sér mikla aukningu í kostnaði við urðun ef keyra þyrfti sorpi langar vegalengdir. Það er því mikilvægt að allir íbúar og fyrirtæki í sveitarfélaginu standi vel að flokkun og endurvinnslu. Draga þannig úr úrgagn sem fellur til frá þeim svo nýting á urðunarstaðnum verði betri.

Breytingar framundan í Gámaporti

Breyting verður á móttöku endurvinnsluefna, öll móttaka mun fara fram í gámaporti við Gáruna þar mun starfsmaður taka á móti þeim sem ætla að losa sig við endurvinnsluefni.

Opnunartími verður þrengdur, nýr opnunartími verður þriðjudaga og fimmtudaga frá 13-18 og laugardaga frá 11-15.

 

Senda grein

 

TungumálÚtlit síðu: