Umhverfisfréttir

Umhverfisviðurkenning 2015

2.3.2016 Umhverfisfréttir

Umhverfisviðurkenning sveitarfélagsins var veitt við hátíðlega athöfn í Nýheimum þann 25. febrúar.

Sveitarfélagið veitir árlega viðurkenningar til einstaklinga fyrir snyrtilega lóð eða götu og til fyrirtækja þ.m.t. lögbýli í sveitum fyrir snyrtilega umgengni og útlit.

Tilgangur umhverfisviðurkenninga er að vekja íbúa til umhugsunar um gildi náttúru og umhverfis fyrir samfélag og atvinnulíf í Sveitarfélaginu Hornafirði og hvetja þá til að sýna því tilhlýðilega virðingu með sjálfbæra þróun að leiðarljósi.

Umhverfisviðurkenningar fyrir árið 2015 hlutu:

Halldóra Stefánsdóttir og Gísli Gunnarsson Hafnarbraut 35 Höfn, hlutu viðurkenningu fyrir fallegustu lóðina, í umsögn segir: „ Lóðin er snyrtilega römmuð inn af runna og trjágróðri, garðurinn er fjölbreyttur og gróðri smekklega raðað saman“.  

Gamlabúð og umhverfi hennar hlaut viðurkenningu fyrir best heppnuðu lóðina.  Í umsögn segir:  Lóð og umhverfi Gömlubúðar er grasi vaxin og snotrar vegghleðslur og frágangur á stígum og öðrum mannvirkjum kringum Gömlubúð  fellur vel inn í umhverfi sitt og ber vönduðu handbragði gott vitni. 

Svínafell í Öræfum hlaut viðurkenningu fyrir snyrtilegasta lögbýlið, í umsögn segir: ,, Bæirnir mynda fallega heildamynd með snyrtilegu og fallegu umhverfi. Svínafellsbæirnir standa tignarlegir undir rótum Svínafells og Öræfajökuls. Ábúendur á Svínafelli sýna þessu volduga umhverfi virðingu og natni með snyrtimennsku í hvívetna“.

Ábúendur á Svínafelli eru, Þorlákur Magnússon  Svínafelli 3,  Inga Ragnheiður Magnúsdóttir  og Benedikt Steinþórsson Svínafelli 3, Hafdís Sigrún Roysdóttir og Jóhann Þorsteinsson, Svínafelli 1, Ármann Karl Guðmundsson og Hólmfríður Guðmundsdóttir, Svínafelli 2 og Pálína Þorsteinsdóttir, Ólafur Sigurðsson, Svínafelli 1.  

.

 

 

 

Senda grein

 

TungumálÚtlit síðu: