Veitingastaðir - Veitingahús og skemmtanir

Fosshótel Skaftafell, Öræfum

Hótel Skaftafell er í Freysnesi í Öræfasveit. Í Öræfum er stórbrotin náttúra og stendur hótelið við rót Svínafellsjökuls. Fallegur veitingastaður með bar er á hótelinu. Á efri hæð hótelsins er góður funda- og ráðstefnusalur auk koníaksstofu. Skammt frá er bensínsala og tjaldstæði.

Skoða nánar

Fosshótel

Fosshótel Vatnajökull Nesjum

Hótelið er á kyrrlátum stað í fallegu umhverfi um 10 km. sunnan við Höfn. Þar eru í boði 26 rúmgóð tveggja manna herbergi sem öll eru með sér baðherbergi, síma og útvarpi. Á hótelinu er fallegur veitingasalur með bar þar sem opið er fyrir hópa í hádeginu, en gesti og gangandi á kvöldin. Möguleiki er á að nýta veitingasal sem fundaraðstöðu milli morgun- og hádegisverðar.

Norðurljósablús

Hornfirska skemmtifélagið

Hornfirska skemmtifélag eru samtök áhugafólks og hefur m.a. staðið fyrir tvennskonar skemmtunum á ári; haustskemmtun í samstarfi við Hótel Höfn og blúshátíð í mars.

Skoða nánar

Hótel Höfn

Hótel Höfn

Hótel Höfn er þriggja stjörnu hótel með 68 vel búnum herbergjum en gistiaðstaða er fyrir 132 manns. Öll herbergin eru búin helstu nútímaþægindum, svo sem sjónvarpi, útvarpi, síma, þráðlausri nettengingu og sér baði. Hótelið er vel staðsett í miðju bæjarins og þaðan er glæsilegt útsýni til allra átta. Góður veitinga- og fundasalur með bar er á efri hæð hótelsins og rúmar hann 140 manns. Á neðri hæð Hótelsins er veitingastaðurinn Ósinn sem rúmar 60 manns. Þar er fjölbreyttur humarmatseðill, fisk og kjötréttir, ásamt pizzum og léttum réttum.

Hótel Jökull

Hótel Jökull

Hótel Jökull er við þjóðveg 1 um 8 km. vestan við Höfn. Þaðan er glæsilegt útsýni til jökla. Boðið er upp á gistingu í 23 herbergjum með baði og 17 herbergjum með handlaug. Svefnpokagisting í kjallara í 6 herbergjum með handlaug. Á hótelinu er veitingarstaður sem býður upp á matseðil/sjávarréttahlaðborð. Veitingarstaðurinn tekur 70 manns Einnig er á hótelinu setustofa og frítt internet.

Smyrlabjörg

Hótel Smyrlabjörg í Suðursveit

Velbúið reyklaust sveitahótel, með 44 björtum og vel útbúnum tveggja og þriggja manna herbergjum með baði í flokki IV. Ágætis aðstaða fyrir fatlaða. Hárþurrkur og sjónvörp eru á öllum herbergjum. Í sameiginlegu rými er sími og þráðlaust internet. Yfir sumartímann er boðið upp á stórkostlegt kvöldverðarhlaðborð, sem saman stendur af tugum heimagerða rétta sem útbúnir eru úr úrvals hráefni úr Austur – Skaftafellssýslu, ríki Vatnajökuls. En einnig er matsala opin yfir daginn.

Skoða nánar

Humarhöfnin

Humarhöfnin

Humarhöfnin er veitingastaður við höfnina á Höfn í Hornafirði. Veitingahúsið sérhæfir sig í réttum þar sem notast er við svæðisbundið hráefni en með aðaláherslu á leturhumar (langoustine). Starfsemin er byggð á fáum réttum þar sem vöruþróun skipar stóran sess þar á meðal þróun og aðlögun á réttum úr heilum og lifandi humri að íslenskum aðstæðum.

Fyrir utan humarrétti eru einnig boðstólnum aðrir svæðisbundnir réttir.

Skoða nánar

Kaffihornið

Kaffi Hornið

Kaffi Hornið, veitingastaður í fallegu bjálkahúsi við aðalgötuna á Höfn. Þar er boðið upp á fjölbreyttan og girnilegan matseðil. Þar finnur þú meðal annars súpur, samlokur, pasta, fiskrétti og kjötrétti.

Ósinn

Ósinn

Hótel Höfn leggur allan sinn metnað í glæsilegan matseðil og góða þjónustu. A la carte veitingarstaður hótelsins heitir Ósinn og sérhæfir sig í réttum úr ríki Vatnajökuls.  Á matseðlinum má finna s.s. önd frá Hlíðabergi, humar úr hornafjarðardýpi, grænmeti úr sveitinni og margt fleira.   Eins er boðið uppá létta rétti eins og pizzur með humri eða saltfiski, ásamt venjubundnu áleggi.

Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

 

Þórbergssetur

Veitingahús Þórbergssetri

Í Þórbergssetri er þægilegur veitingasalur með vínveitingaleyfi og sæti fyrir 60 manns. Hægt er að fá veitingar alla daga yfir sumarið. Yfir daginn er alltaf kaffi á könnunni og heimabakað brauð og kökur.

Skoða nánar

Veitingasalan í Nýheimum

 

Réttur dagsins í hádeginu ásamt súpu og salatbar. Smurt brauð og lokur, einnig gott úrval af sætabrauði.

Tekur á móti hópum í öllum stærðum

Skoða nánar

Víkin Skafti

Víkin

Á víkinni er hægt að kaupa eftir matseðli t.d pizzur, hamborgara,fiskrétti, steikur, humarsúpu, humarloku að ógleymdum humarréttinum gómsæta steiktum í skelinni. Veitingastaðurinn bíður einnig upp á vínveitingar. Um helgar eru ýmist dansleikir eða opinn bar.

Þórbergssetur

Þórbergssetur

Þórbergssetur á Hala í Suðursveit er menningarsetur reist til minningar um Þórberg Þórðarson rithöfund. Þar er sýningar helgaðar sögu Suðursveitar og lífi og verkum Þórbergs. Í Þórbergssetri er fjölbreytt menningarstarfsemi, safn, minjagripasala og veitingahús.

Skoða nánar


 

TungumálÚtlit síðu:

Himnaríki á jörð (@Skaftafell) Grásleppuveiðar Í nýju sundlauginni