Verslanir - Verslanir

Flikk hársnyrtistofa

Þarftu að láta eiga við hárið á þér! Þá er tilvalið að líta við hjá Birnu hárgreiðslumeistara í Flikk, þar færð þú líka skartgripi frá Gullkúnst og Oxxo auk úrvals af gjafa- og snyrtivörum.

Birna Aðalsteins að skoða grænmetið hjá Finndísi í Dilksnesi

Gróðrarstöðin Dilksnesi

Gróðrarstöðin Dilksnesi er staðsett rétt fyrir utan Höfn við þjóðveg nr.1. Yfir sumartímann er hægt að kaupa þar úrval af trjám og plöntum til að gróðursetja.  Fyrirtækið er rekið af Finndísi Harðardóttur

Glæsilegt úrval

Handraðinn

Handraðinn er verslun í  hjarta Hafnar á Hornafirði.  Mikil fjölbreytni er í vöruúrvali, má þar nefna listmuni úr tré, leir, gleri, steinum, þæfðri ull, bútasaum, endurunnum pappír, málverk eftir heimamenn og margt fleira. Einnig er mikið úrval af prjónavörum bæði úr ull og öðru garni. Auk þessa eru stórglæsilegar ljósmyndir úr hinni stórbrotnu náttúru Hornafjarðar. Smellið hér til að skoða Facebook síðu Handraðans.

Skoða nánar

Húsasmiðjan

Húsasmiðjan Höfn

Bygginar og heimilisvörur, Blómaval

husgagnaval

Húsgagnaval

Húsgagnaval er rótgróin verslun á Hornafirði, þar færð þú húsgögn, gallery- og gjafavöru, skartgripi og margt fleira. Þjónustulund og lipurð einkenna þjónustuna hjá hjónunum Jóa og Ólu sem eiga og reka verslunina.

Jaspis

Jaspis hár og snyrtistofa

Jaspis er til húsa í Miðbæ, glæsilegum verslunarkjarna í miðbæ Hafnar. Það er hún Heiða Dís sem ræður þar ríkjum og sér til þess að öllum líði vel. Auk þess að vera hárgreiðslu og snyrtistofa þá býður Jaspis upp á mikið úrval af snyrti- og gjafavöru.

bakari

Jón bakari, Hornabrauð ehf.

Það fyrsta sem þú berð augum þegar þú gengur inn í Miðbæ sem er verslunarkjarni Hafnar er Jón Bakari. Þar er veitingasala með kaffi, súpu, smurðu brauði og drykkjum. Hægt er að sérpanta brauð fyrir afmælisboð, veislur eða hverskonar uppákomur þar sem vel á að veita.

Skoða nánar

Jökulsárlón

Jökulsárlón ehf

Á Jökulsárlóni er boðið upp á 30-40 mín. siglingu á hjólabátum frá því í maí fram í september. Lónið leggur yfir veturinn og því ekki hægt að sigla allt árið um kring. Ferðirnar eru með leiðsögumanni sem upplýsir farþega um það sem fyrir augu ber. Einnig er lítill veitingaskáli við lónið þar sem hægt er að fá léttar veitingar, kaffi og minjagripi. Fyrir utan skálann er góður sólpallur þar sem ljúft er að slappa af og njóta náttúrunnar.

Skoða nánar

Lyfja

Lyfja Höfn

Í Lyfju á Höfn er hægt að nálgast allt það helsta sem apótek hafa upp á að bjóða. Apótekið stendur við Hafnarbraut og er í alfaraleið. Einnig er hægt að kaupa ýmislegt til gjafa svo sem ilmvötn, snyrtivörur og margt fleira.

Martölvan

Martölvan

Martölvan er þekkingar og þjónustufyrirtæki á sviði tölvu og fjarskiptatækni. Markmið fyrirtækisins er að veita góða og faglega þjónustu á hagkvæman hátt. Til að ná þeim markmiðum er stöðugt aukið við og endurnýjuð bæði vöru og tækniþekking.

Skoða nánar

hradbudesso2

N1 - Nesjum

Bensín í sjálfafgreiðslu ásamt litlum skyndibitastað og verslun. Opið yfir sumartímann.

N1 Verslun

N1 - Verslun Höfn

Fyrirtækið er útibú frá aðalverslun N1 í Reykjavík. Það er Þórarinn Birgisson sem stýrir versluninni. Hjá N1 er hægt að kaupa allt milli himins og jarðar t.d varahluti í allar gerðir bifreiða, síur, boddyhluti, verkfæri, hreinsivörur og fjölbreytt úrval aukahluta. Ef varan er ekki til á staðnum þá sér Tóti um að útvega hana með næstu ferð.

N1 Hraðbúð

N1 Þjónustustöð við Vesturbraut

Bensínstöð, þvottastöð, matvörur og nauðsynjar, grill og skyndibiti.

Miðbærinn

Nettó Höfn

Netto er staðsett í Miðbæ, glæsilegum verslunarkjarna í miðbæ Hafnar. Verslunin er lágvöruverslun sem býður upp á fjölbreytt og gott vöruúrval í rúmgóðu húsnæði.

Olís

Olís söluskáli

Söluskálinn er staðsettur við fjölförnustu gatnamótin á Höfn. Boðið er upp á almennt úrval af vörum söluskála svo sem sælgæti, samlokur, pylsur, ís, smávörur, grillvörur, bensín og olíu.

Skoða nánar

Þjónustumiðstöðin í Skaftafelli

Skaftafell - Vatnajökulsþjóðgarður

Í Skaftafelli er boðið upp á gistingu á stóru tjaldstæði með hreinlætisaðstöðu. Tjaldsvæðið er rúmgott og sérstakt svæði er ætlað fyrir húsvagna og svefnbíla. Bílastæði eru við tjaldsvæðið og frá því liggja gönguleiðir um þjóðgarðinn. Tjaldsvæðið er opið frá 1. maí til 30. september. Yfir sumartímann er hægt að fá léttar veitingar í þjónustumiðstöðinni og helsut nauðsynjar tjaldbúans

Skoða nánar

Freysnes

Söluskálinn Freysnesi

Söluskálinn í Freysnesi er við þjóðveg nr. 1, aðeins 5 km frá þjóðgarðinum í Skaftafelli. Í versluninni er hægt að fá helstu nauðsynja og matvörur, handverk og almennar vörur fyrir ferðamanninn. Þar er einnig rekinn veitingaskáli þar sem hægt er að fá íslenskan heimilismat, val af matseðli og rétt dagsins, kaffi og kaffibrauð. Kortasjálfsali er á bensínstöðinni (Skeljungur)

Efnalaug Dóru

Verslun og efnalaug Dóru

Efnalaug og hreinsun ásamt stórri hannyrða og fataverslun í hjarta Hafnar. Þar er mikið úrval af fatnaði á alla fjölskylduna. Þægilegt viðmót og þjónustulund er einkennandi fyrir verslunina og efnalaugina.

Lónið

Verslunin Lónið

Verslunin býður upp á gott úrval af tískufatnaði, skóm og fylgihlutum. Það eru hjónin Laufey Óladóttir og Sigurjón Gunnarsson sem reka verslunina. Verslunin er staðsett í alfaraleið við Vesturbraut.

Miðbær

Vínbúðin Höfn

Vínbúðin á Höfn er í verslunarkjarnanum í Miðbæ.


 

TungumálÚtlit síðu:

Hofgarður Öræfum Efnalaug Dóru Hvammur Haukur á Olís