Viðburðir þann

Gólfmót 2004

01.09.2004 - 12.09.2004, kl. 13:00 Íþróttir Gólfmót kvenna

Gólfklúbbur Hornafjarðar heldur sitt árlega kvennamót sunnudaginn 12 september og hefst kl. 13:00 Lesa meira

07.09.2004, kl. 20:00 Menning Samkórsæfing

Samkórinn byrjar starfsárið með samæfingu safnaðarheimili Hafnarkirkju. Óskum eftir nýjum félögum í kórinn og eru þeir velkomnir á æfinguna. Kórstjórnandi : Stefán Helgason Lesa meira

08.09.2004, kl. 20:00 Menning Aðalfundur Kvennakórs Hornafjarðar

Aðalfundur Kvennakórs Hornafjarðar verður haldinn í sal Tónskólans miðvikudaginn 8.september kl.20:00. Gamlir félagar og nýir boðnir hjartanlega velkomnir. Lesa meira

08.09.2004, kl. 14:00 - 17:00 Menning ÚFFF - málþing

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu, HÚS-hópur, Leikfélag Hornafjarðar, Menningarmiðstöð Hornafjarðar, Nemendafélag FAS, Tónskóli Austur-Skaftafellssýslu og Æskulýðs- og tómstundaráð Hornafjarðar hafa undirbúið málþingið þar sem framtak, fjör og tækifæri ungs fólks á Hornafirði er til skoðunar og umræðu. Lesa meira
Píanósnillingurinn Liene Circene

09.09.2004, kl. 20:00 Tónleikar Píanótónleikar í Nýheimum

Liene Circene

Næstkomandi fimmtudag mun hinn frábæri lettneski píanóleikari, Liene Circene halda tónleika í Nýheimum. Á efnisskrá tónleikanna eru m.a. verk eftir Beethoven og Rachmaninov. Lesa meira

12.09.2004, kl. 20:00 Bíó King Arthur

Antoine Fuqua sem gerði m.a. hina kröftugu “Training Day” kemur núna með stórmyndina, King Arthur sem fjallar um þjóðsagnapersónuna, Artúr Konung sem lét að sér kveða þegar Rómaveldið var að gliðna í sundur. Við lofum æsilegri hasarmynd þar sem barist verður til síðasta manns. Hér er á ferðinni blóðug riddaramynd og hefur fólk líkt þessari við myndir á borð við “Braveheart” og “Gladiator” sem er ekki slæm samlíking. Lesa meira

14.09.2004, kl. 20:00 Heppuskóli Kynningarfundir

Fundir þessir eru ætlaðir forráðamönnum nemenda skólans og er mikilvægt að þeir mæti. Farið verður í gegnum skólaárið, reglur, félagslíf og annað sem að nauðsynlegt er að komi fram. Að lokinni kynningu verða umræður. FJÖLMENNUM! Lesa meira

14.09.2004, kl. 12:30 Almennur fundur Þörf fyrir endur- og símenntun á Hornafirði

Fræðslunet Austurlands kynnir niðurstöður könnunar á Hornafirði þar sem leitast var eftir að fá fram óskir almennings og forstöðumanna í þessu mikilvæga máli. Fólk er hvatt til að mæta og taka þátt í umræðum. Fræðslunet Austurlands Lesa meira
Nesjaskóli

16.09.2004, kl. 17:30 Fundur Kynningarfundur

Foreldrar nemenda í Nesjaskóla

Foreldrar nemenda í Nesjaskóla athugið, Kynningarfundur fyrir foreldra (1., 2. og 3. bekkjar) um skólastarf vetrarins. Mætið vel og stundvíslega. Lesa meira
Upphafið, ljósasýning

17.09.2004, kl. 21:00 Sýning Upphafið, ljósasýning

Frumsýning

Höfundur Þorsteinn Grétar Sigurbergsson Tónlist samin af Keeth Reed, Miðaverð kr. 500 – frítt fyrir börn innan 12 ára. Allar upplýsingar og pantanir hjá Þorsteini í símum 478 1306 og 897 8306 Lesa meira
Upphafið, ljósasýning

18.09.2004, kl. 21:00 Sýning Upphafið, ljósasýning

Höfundur Þorsteinn Grétar Sigurbergsson Tónlist samin af Keeth Reed, Miðaverð kr. 500 – frítt fyrir börn innan 12 ára. Allar upplýsingar og pantanir hjá Þorsteini í símum 478 1306 og 897 8306 Lesa meira
Hellboy

23.09.2004, kl. 20:00 Bíó Hellboy

Ævintýramynd með Ron Perlman, Selma Blair, Rupert Evans, David Hyde Pierce, John Hurt, Jeffrey Tambor, Karel Roden, Corey Johnson Bönnuð innan 13 ára Lesa meira

24.09.2004, kl. 20:00 Fundur ATH FRESTAÐ Fyrirlestur ,,Nýjar leiðir – Nýr líkami

FRESTAÐ Unnar Karlsson fjallar um: 1. Hvernig má hámarka árangur með réttri notkun fæðubótarefna. 2. Þjálfunaraðferðir fyrir nýja kynslóð líkamsræktarfólks. 3. Grunn-næring – Nýtt upphaf. 4. Hvernig hægt er að reikna út kaloríu-inntöku á fljótlegann og einfaldann hátt. 5. Nýjar leiðir til að lækka fituprósentu. Lesa meira

24.09.2004, kl. 20:00 - 21:00 Menning Myndasýning í Pakkhúsinu

Myndasýning í Pakkhúsinu Söngvarar og skríkjur Lesa meira
Hafnarkirkja

26.09.2004, kl. 14:00 - 15:00 Messa Messa

Fermingarbörn, foreldrar og aðrir. Messað verður í Hafnarkirkju næstkomandi sunnudag, 26, september, kl. 14:00. Lesa meira
Hafnarkirkja frá Kirkjubraut

26.09.2004, kl. 11:00 Messa Sunnudagaskóli

Sunnudagaskólinn hefst. Mikill söngur, gleði og gaman. Rebbi refur kemur í heimsókn og heyrst hefur að vinkona hans sé með í för. Allir krakkar fá bók og límmiða. Hvetjum alla krakka til að mæta og taka mömmu, pabba, afa og ömmu með. Sjáumst öll á sunnudaginn. Séra Fjölnir og barnafræðararnir Lesa meira

 

Viðburðir


TungumálÚtlit síðu: