Viðburðir þann

Bjarnaneskirkja

03.10.2004, kl. 11:00 Messa Sunnudagaskóli í Bjarnaneskirkju

Sunnudagaskólinn er byrjaður og verður sunnudaginn 3. október kl. 11:00 í Bjarnaneskirkju. Allir krakkar fá bók og límmiða. Gleði og gaman! Mætum öll og tökum mömmu og pabba, afa og ömmu með. Allir velkomnir. Sr. Fjölnir Ásbjörnsson og barnafræðararnir Lesa meira
Framsóknarfélag A-Skaft.

05.10.2004, kl. 20:00 Fundur Félagsfundur

Fundur verður hjá Framsóknarfélaginu þriðjudaginn 5. október 2004 kl 20.00 í húsi Slysavarnarfélagsins á Höfn. Dagskrá: Bæjarmálin Kjördæmaþing Önnur mál Lesa meira
Himnaríki á jörð (@Skaftafell)

07.10.2004, kl. 20:30 Fundur Stækkun Skaftafellsþjóðgarðs

Kynningafundur

Opninn kynningafundur um stækkun Skaftafellsþjóðgarðs: Á fundinn mætir meðal annarra umhverfisráðherra Sigríður Anna Þórðardóttir Hagsmunaaðilar og áhugafólk er hvatt til að mæta og taka virkan þátt í umræðu um málefnið. Umhverfisráðuneytið Lesa meira
Vestragil, Gamla rafstöðin í Skaftafelli

08.10.2004, kl. 12:00 Fundur Stækkun Skaftafellsþjóðgarðs

Kynningafundur

Stækkun Skaftafellsþjóðgarðs Opinn kynningafundur um stækkun Skaftafellsþjóðgarðs: föstudaginn í hádeginu, (súpa og brauð) Á fundinn mætir meðal annarra umhverfisráðherra Sigríður Anna Þórðardóttir Hagsmunaaðilar og áhugafólk er hvatt til að mæta og taka virkan þátt í umræðu um málefnið. Umhverfisráðuneytið Lesa meira
Sigrún Magna Þórsteinsdóttir píanóleikari og Þórunn Elín Pétursdóttir sópran

09.10.2004, kl. 14:00 Tónleikar Tónleikar í Nýheimum

Þórunn Elín Pétursdóttir sópran og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir píanóleikari flytja tónverk eftir fjölda þekktra tónskálda. Lesa meira
Hafnarkirkja

10.10.2004, kl. 11:00 Messa Sunnudagaskóli og messa

Sunnudaginn 10. október verður sunnudagaskóli í Hafnarkirkju kl. 11:00. Mikill söngur og gleði. Messað verður kl. 14:00. Samkór Hornafjarðar leiðir söng, organisti er Stefán Helgason. Lesa meira
Hafnarkirkja

14.10.2004, kl. 20:00 Fundur Forvarnir gegn fíkniefnum

Þorsteinn Haukur tollfulltrúi heimsækir Hafnarkirkju fimmtudaginn 14. október kl. 20:00 og fjallar um forvarnir gegn fíkniefnum. Fíkniefnahundurinn Bassi er með í för. Fermingarbörn fá gefins margmiðlunardisk frá Tollgæslunni. Skyldumæting fyrir fermingarbörn og foreldrar hvattir til að mæta. Allir velkomnir, ungir sem aldnir. Lesa meira
Bourne Superemacy

17.10.2004, kl. 20:00 Bíó Bourne Superemacy

Bönnuð innan 16 ára Miðaverð kr 800 Miðapantanir í síma 899-1968 Lesa meira
Garfield the Movie

17.10.2004, kl. 16:00 Bíó Grettir

Grettir kl.16.00 Miðaverð kr. 800 Miðapantanir í síma 899-1968 Lesa meira
Golfklúbbur logo2

17.10.2004, kl. 15:00 Íþróttir Golfmót Bændaglíma

Loksins er komið að því Bændaglíman verður haldinn Leiknar verða 9 holur. Þeir sem ætla að vera með eru beðnir að skrá sig hjá Sigga í síma 6904486 eða Vífli í síma 8644214. Verð 1500 Kjötsúpan verður á sínum stað eftir mótið. Mætum nú öll í síðasta mót ársins. Lesa meira
Bjarnaneskirkja

17.10.2004, kl. 11:00 Messa Sunnudagaskóli Bjarnaneskirkju

Sunnudagaskóli í Bjarnanesi Sunnudaginn 17. október kl.11:00 verður sunnudagaskóli í Bjarnaneskirkju. Söngur og gleði. Ný mynd og ný saga. Mætum öll, stór og smá. Sr. Fjölnir og barnafræðararnir Lesa meira

29.10.2004, kl. 21:00 Tónleikar Hörður Torfa

Hausthljómleikaferð 34.árið.

Hörður Torfason verður með tónleika á Hótel Höfn kl 21.00 föstudaginn 29.okt . Þar kynnir hann nýjustu plötu sína ,,Loftssaga". Lesa meira

 

Viðburðir


TungumálÚtlit síðu: