Viðburðir þann

19.02.2005, kl. 10:00 - 16:20 Málþing Skólamálaþing í Nýheimum

Á þinginu verður flest það sem snýr að uppeldis- og skólamálum til umfjöllunar. Að þinginu koma starfsmenn leikskólanna, grunnskólanna, tólistarskólans og framhaldsskólans auk annarra sem koma að skólamálum. Lesa meira
Gæðingur

24.02.2005, kl. 20:00 Fundur Fræðslufundur með Benna Líndal

Benedikt Líndal tamningameistari kemur og fjallar um þjálfun reiðhesta/ keppnishesta. Styðst hann meðal annars við efni úr nýja kennslumyndbandi sínu og sýnir brot úr myndinni. Lesa meira
Frá Breiðamerkursandi (mynd ebe)

24.02.2005, kl. 20:00 - 22:00 Málþing Atvinnulíf á norðurslóðum

Málþing í Nýheimum á Höfn um atvinnumál á norðurslóðum. Fjallað verður um hvernig jaðarbyggðum í Færeyjum, Íslandi og Noregi hefur tekist að laga sig að breyttum atvinnuháttum. Efnið er áhugavert því gerður er samanburður á reynslu samfélaga víðsvegar á norðurslóðum. Þess vegna er fróðlegt að vita hvort þau vandamál sem Hornfirðingar glíma við séu einkennandi fyrir aðrar norðlægar byggðir eða einsdæmi. Lesa meira
Leikfélag Hornafjardar

25.02.2005, kl. 20:00 Afþreying Söngleikjaáhugafólk

Allir áhugasamir mæti í Mánagarð kl. 8 föstudaginn 25. febrúar. Þeir sem ekki geta mætt en vilja taka þátt hafi samband við Eyjólf í síma 8602958 Lesa meira
Félagsmiðstöðin Þrykkjan

25.02.2005, kl. 20:00 Skemmtanir Opið hús

Opið Hús í Félagsmiðstöðinni Þyrkkjunni í Sindrabæ. Húsið opnar kl.20:00 Lesa meira
Bjarnaneskirkja

27.02.2005, kl. 11:00 Messa Sunnudagaskóli

Söngur og gleði. Nýjar bækur og nýjir límmiðar. Sjáumst öll hress og kát. Sr. Fjölnir Ásbjörnsson Lesa meira

28.02.2005, kl. 17:00 Fundur Kynning á fjarnámi

Kynningarfundurinn erum nám við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Fundurinn hefst kl. 17:00 í myndfundaveri í FAS. Allir sem áhuga hafa eru velkomnir. Sérstaklega verður kynnt nám í leikskóla- og grunnskólafræðum. Þeir sem áhuga hafa á framhalds- eða réttindanámi eru einnig velkomnir. Lesa meira

 

Viðburðir


TungumálÚtlit síðu: