Viðburðir þann

Svavar Guðnason

04.09.2010, kl. 13:00 Sýning Bandamaður náttúrukraftanna

Sögusýning

Sögusýningin „Bandamaður náttúrukraftanna“ um Svavar Guðnason listmálara opnar laugardaginn 4. september kl. 13 í „Kaupfélagshúsinu“ eða Kaupmannshúsi Ottós Tuliniusar. Verða léttar veitingar í boði. Sýningin verður síðan opin laugardaga og sunnudaga í september frá 13:00-16:00. Einnig er hægt að hafa samband í síma 8668675 og kíkja á sýninguna eftir samkomulagi. Lesa meira
Local Food Store

07.09.2010 - 30.09.2010, kl. 13:00 - 18:00 Skemmtanir Heimamarkaðsbúðin í Pakkhúsinu

Heimamarkaður

Heimamarkaðsbúðin í Pakkhúsinu verður opin alla virka daga í september frá klukkan 13:00 til 18:00. Matur úr Ríki Vatnajökuls til sölu. Lesa meira
Sossa

07.09.2010 - 30.09.2010 Skemmtanir Veggurinn minn á Bókasafninu

Veggurinn minn

Veggurinn minn verður aftur á dagskrá á Bókasafninu í vetur. Öllum er frjálst að sýna verk á veggnum. Upplýsingar í síma 4708057 eða sendið póst á gudlaugp@hornafjordur.is Lesa meira

07.09.2010 - 30.09.2010 Menning Bókasafnið í Nýheimum

Bókasafnið

Bókasafnið í Nýheimum er opið mánudaga til fimmtudaga frá klukkan 09:00 til 17:00 og á föstudögum er opið frá klukkan 11:00 til 17:00. Opið er fyrsta og þriðja hvern laugardag í mánuði frá klukkan 10:00 til 14:00. Lesa meira
Hvítasunnukirkjan við Hafnarbrautina

09.09.2010, kl. 17:00 Fundur Kynningarfundur Royal Rangers

Æskulýðsstarf Hvítasunnukirkjunnar

Fimmtudaginn 9. september verður kynningarfundur á starfi Royal Rangers á Íslandi í Hvítasunnukirkjunni á Höfn, Hafnarbraut 59 kl. 17:00 Stelpur og strákar í 6.-7. og 8. bekk eru hjartanlega velkomin. Foreldrar og forráðamenn, velkomin með krökkunum. Lesa meira
Sporthöllin

11.09.2010 - 12.09.2010 Skemmtanir Afró dans og trommukennsla í Sporthöllinni

Afró dans í Sporthöllinni

Afró dans og trommukennsla í Sporthöllinni laugardag og sunnudag. Danstímar klukkan 15:00 til 16:30 og trommutímar klukkan 13:00 til 14:30. Upplýsingar í síma 8687303 og skráning á sporthollin@hornafjordur.is Verðið er 7500 krónur. Lesa meira
Axarfellsjökull

12.09.2010, kl. 10:00 Skemmtanir Ferðafélagið býður upp á gönguferð í Þröng í Suðursveit

Ferðafélag Austur - Skaftafellssýslu

Þann 12. september býður Ferðafélagið upp á gönguferð í Þröng í Suðursveit. Kaffihlaðborð verður í Þórbergssetri. Lagt af stað frá Tjaldstæðinu kl 10:00. Lesa meira
Sigríður Jónsdóttir Vogum

14.09.2010 - 30.09.2010, kl. 9:00 - 17:00 Sýning Sögusýning um Sigríði Jónsdóttir frá Vogum og fjölskyldu hennar

Sýning í miðrými Nýheima um Sigríði Jónsdóttir

Sigríður Jónsdóttir frá Vogum í Reykjahlíð við Mývatn var kjarnakona og móðir þeirra bræðra Nonna og Manna. Hún átti viðburðaríka ævi of fjallar sýningin um líf hennar og fjölskyldu hennar. Sýningin verður opin úy september í Nýheimum og er opin öllum. Nánari upplýsingar um Sigríði á www.rikivatnajokuls.is/menning Lesa meira
Dansað

16.09.2010, kl. 20:30 - 22:30 Skemmtanir Danskvöld á Víkinni

Danskvöld fyrir alla unga sem aldna

Dans dans dans. Nú býður Menningarmiðstöðin í samstarfi við Víkina upp á danskvöld fyrsta fimmtudag í mánuði á Víkinni klukkan 20:00. Allir eru velkomnir á þessi kvöld og frítt er inn. Engin kennsla verður á staðnum heldur eru kvöldin ætluð í dans af öllu tagi. Allir eru velkomnir á danskvöldin. Nánari upplýsingar um danskvöldin eru hjá Guðlaugu Ósk í síma 478057 eða sendið póst á gudlaugp@hornafjordur.is Lesa meira
Í Formi 2008

17.09.2010 - 19.09.2010 Skemmtanir í Formi Öldungamót

Íþróttamót fyrir 30 plús á Höfn

Í Formi íþróttamótið fyrir aldurinn 30 ára og upp úr verður haldið helgina 17. til 19. september. Á mótinu verður keppt í frjálsum íþróttum, blaki, brennibolta, badminton, golfi og Bridds. Upplýsingar um æfingatíma og almennt um mótið sjálft er að finna á heimasíðunni www.iformi.is Lesa meira
prjónakaffi á Bókasafninu

18.09.2010, kl. 14:00 - 16:00 Skemmtanir Prjónakaffi Guðnýjar

Prjónakaffi á Bókasafninu

Prjónakaffið hennar Guðnýjar er á sínum stað á Bókasafninu fyrsta og þriðja hvern laugardag í mánuði frá klukkan 14:00 til 16:00. Allir velkomnir og heitt á könnunni. Lesa meira
Háskóli Íslands merki

27.09.2010, kl. 11:00 Skemmtanir Háskólasetur Hornafjarðar

Ársfundur Stofnanna fræðasetra Háskóla Íslands

Framtíð í fámenni - Ársfundur Stofnanna fræðasetra Háskóla Íslands verður haldinn í Nýheimum klukkan 11:00 mánudaginn 27. september. Allir velkomnir. Lesa meira

 

Viðburðir


TungumálÚtlit síðu: