Viðburðir þann

AFL merkið

01.05.2012 - 10.05.2012, kl. 14:00 Skemmtanir 1. maí

Kaffi á 1. maí

Í Tilefni af verkalýðsdeginum býður Afl starfsgreinafélag upp á kaffi á Hótel Höfn klukkan 14:00. Lúðrasveit Hornafjarðar spilar nokkur lög fyrir og eftir kaffi. Lesa meira
Kvennakórinn

03.05.2012 - 10.05.2012, kl. 20:00 Skemmtanir Vortónleikar Kvennakórs Hornafjarðar

Vortónleikar í Nýheimum

Vortónleikar Kvennakórs Hornafjarðar verða haldnir í Nýheimum fimmtudaginn 3. maí klukkan 20:00. Á tónleikunum verður kórinn á ljúfsárum og rómantískum nótum, en slær líka á létta strengi og fær til sín hljóðfæraleikara. Aðgangseyrir er 1500 krónur. Lesa meira

04.05.2012 - 31.05.2012, kl. 12:00 - 13:00 Skemmtanir Föstudagshádegi Nýheima

Alla föstudaga frá klukkan 12:00 til 13:00. Allir velkomnir

4. maí Björg Erlingsdóttir flytur erindi um safnamál í Austur – Skaftafellssýslu klukkan 12:30. 11. maí Sigrún Kapítóla segir frá hjólaferðamennsku í Austur – Skaftafellssýslu klukkan 12:30. 18. maí Vigfús Ásbjörnsson verður með kynningu á starfsemi Matís klukkan 12:30. 25. maí Þekkingarnet Austurlands og Menningarmiðstöð standa fyrir Pub Quiz klukkan 12:00 – 13:00. Lesa meira
Þjóðahátíð 2012-2

05.05.2012 - 10.05.2012, kl. 13:00 - 16:00 Skemmtanir Þjóðahátíð í Nýheimum

Þjóðahátíð í Nýheimum 5. maí

Þjóðahátíð verður í Nýheimum laugardaginn 5. maí. Boðið verður upp á tónlist, myndir, þjóðbúninga ýmissa landa, mat og skemmtiatriði. Hátíðin hefst klukkan 13:00 og stendur til klukkan 16:00. Allir hjartanlega velkomnir og aðgangur er ókeypis. Lesa meira
Hafnarkirkja böðuð bleiku ljósi

07.05.2012 - 10.05.2012, kl. 20:00 Skemmtanir Tónleikar harmonikuleikarans Jóns Þorsteinssonar

Tónleikar í Hafnarkirkju

Tónleikar harmonikuleikarans Jóns Þorsteins Reynissonar verða í Hafnarkirkju mánudaginn 7. maí klukkan 20:00. Aðgangseyrir er 1000 krónur. Lesa meira
Thvilikt-snilldarverk-er-madurinn---Sigurdur-Skulason

07.05.2012 - 10.05.2012, kl. 20:30 Skemmtanir Leikritið Þvílíkt snilldarverk er maðurinn

Einleikur Sigurðar Skúlasonar í Sindrabæ

Leikritið Þvílíkt Snilldarverk er Maðurinn verður sýnt í Nýheimum mánudaginn 7. maí klukkan 20:30. Aðgangseyrir er 2000 krónur en 500 fyrir grunn og framhaldsskólanema. Nánar um leikritið í Eystrahorni. Lesa meira
Félagsheimilið SIndrabær

07.05.2012 - 10.05.2012, kl. 17:30 Skemmtanir Nemendatónleikar Tónskóla Austur - Skaftafellssýslu

Tónleikar

Mánudaginn 7. maí verða nemendatónleikar Tónskóla Austur - Skaftafellssýslu klukkan 17:30 í Sindrabæ, ýmsar hljómsveitir og Big Band stíga á stokk. Allir velkomnir. Lesa meira
Handraðinn Guðlaug Þorgeirsdóttir

07.05.2012 - 29.05.2012, kl. 20:00 Skemmtanir Opið prjónakvöld hjá Handraðanum alla mánudaga

Prjónakvöld Handraðans

Opið prjónakvöld hjá Handraðanum er á öllum mánudagskvöldum klukkan 20:00. Allir velkomnir í hús félagsins í N1 að Vesturbraut. Lesa meira
Bangsasögustund 2008

10.05.2012 - 31.05.2012, kl. 14:15 Skemmtanir Síðasta sögustund á Bókasafninu

Síðasta sögustund fyrir sumarfrí

Síðasta sögustund Bryndísar á Bókasafninu fyrir sumarfrí er fimmtudaginn 10. maí klukkan 14:15. óvæntur glaðningur verður fyrir börnin. Lesa meira
Prjónað til styrktar Japan

12.05.2012 - 13.05.2012, kl. 13:00 Skemmtanir Síðasta prjónakaffi fyrir sumarfrí á Bókasafninu

Prjónakaffi á Bókasafninu

Síðasta prjónakaffi fyrir sumarfrí verður á Bókasafninu laugardaginn 12. maí klukkan 13:00. Allir velkomnir og heitt á könnunni. Lesa meira
Ferðafélags ferð Vopnafjörður. 2

12.05.2012 - 31.05.2012 Skemmtanir Ferðir Ferðafélagsins í maí

Ferðir á vegum Ferðafélags Austur - Skaftafellssýslu

12. maí Kolgrafardalur á Mýrum. Lagt af stað klukkan 10:00. 23. maí Hjólað frá vegamótum á Króksbakka að Haukafelli á Mýrum. Farið af stað klukkan 17:00. Skrá þarf í ferðina Lesa meira
Félagsheimilið SIndrabær

16.05.2012 - 17.05.2012, kl. 17:30 Skemmtanir Skólaslit Tónskóla Austur - Skaftafellssýslu

Skólaslit

Skólaslit Tónskólans verða í Hafnarkirkju klukkan 17:30 þann 16. maí. Allir velkomnir. Lesa meira
Háskóli Íslands merki

16.05.2012 - 20.05.2012 Skemmtanir 20 ára afmælisveisla Háskólasetursins 16 til 18. maí í Nýheimum

Afmlisveisla Háskólasetursins í Nýheimum

10 ára afmælisráðstefna Háskólasetursins á Höfn fer fram 16 -18. maí í Nýheimum. Yfirskrift ráðstefnunnar er „Mótun umhverfisstefnu í kvikum heimi“. Allir velkomnir. Í tilefni af ráðstefnunni verður sýning á nýjustu útgáfu heimildarmyndar um starfsemi Norræns netverks um eflingu umhverfisvísinda, sýningin er opin dagana 16 – 18. maí. Allir velkomnir. Lesa meira
Ásta Eiríksdóttir og Svavar Guðnason

25.05.2012 - 31.05.2012 Skemmtanir Til Ástu minnar - sumarsýning á verkum Svavars Guðnasonar listmálara

Til Ástu minnar - ný sýning á Verkum Svavars Guðnasonar í Listasafni

Til Ástu minnar – Sumarsýning á verkum Svavars Guðnasonar opnar í Listasafni Hornafjarðar klukkan 16:00. Allir velkomnir Lesa meira

 

Viðburðir


TungumálÚtlit síðu: