Viðburðir þann

Ásta Eiríksdóttir og Svavar Guðnason

01.08.2012 - 31.08.2012, kl. 13:00 - 17:00 Sýning Listasafn Hornafjarðar opið allar helgar í ágúst

Listasafn Hornafjarðar

Listasafn Hornafjarð er opið alla virka daga frá klukkan 9:00 til 12:00 og 13:00 til 15:30. Einnig er opið allar helgar í sumar frá klukkan 13:00 til 17:00. Sýning á verkum Svavars Guðasonar listmálara verður fram í lok september og ber heitið "Til Ástu minnar". Á sýningunni gefur að líta hluta þeirra verka sem Ásta Eiríksdóttir kona Svavars færði sveitarfélaginu að gjöf. Lesa meira
Gylfi,-Runar-og-Megas

17.08.2012 - 18.08.2012, kl. 23:00 Skemmtanir Gylfi Ægis, Rúnar og Megas með Tónleikar á Víkinni

Tónleikar

Heiðursmennirnir Gylfi Ægis, Rúnar og Megas snúa aftur í fjörðinn fagra og skemmta Hornfirðingum með söng og gleði. Tónleikarnir hefjast kl. 23:00 og eru á Víkinni. Ekki er hægt að panta miða á tónleikana en miðaverð er 2000 krónur. Lesa meira
Hafnarkirkja

17.08.2012 - 18.08.2012, kl. 20:00 Skemmtanir Kirkjukór Möðruvallaklausturkirkju í Hörgársveit með tónleika í Hafnarkirkju

Möðruvallaklausturkirkjukórinn með tónleika

Kirkjukór Möðruvallaklausturkirkju í Hörgársveit verður með tónleika í Hafnarkirkju föstudagskvöldið 17. ágúst kl 20:00. Fjölbreytt efnisskrá. Einsöngvarar eru Ari Erlingur Arason og Rósa María Stefánsdóttir. Stjórnandi og undirleikari kórsins er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. Lesa meira
Parket

18.08.2012 - 19.08.2012, kl. 23:00 Skemmtanir Ball með Parket á Víkinni

Parketball á Víkinni

Hljómsveitin Parket verður með ball á Víkinni laugardagskvöldið 18. ágúst frá kl. 23:00 og fram á nótt. Miðaverð er 2000 krónur og aldurstakmark er 18 ára. Lesa meira
Sjálfstæðisfélag A-Skaft

18.08.2012 - 19.08.2012 Skemmtanir Fjölskyldudagur Sjálfstæðisfélags Austur - Skaftafellssýslu verður laugardaginn 18. ágúst

Fjölskyldudagur

Sjálfstæðisfélag Austur - Skaftafellssýslu verður með fjölskylduferð upp í Lón laugardaginn 18. ágúst. Farið verður frá Sjallanum klukkan 14:00. Farið verður í létta göngu og leiki og kolagrill verða á staðum. Lesa meira
Flugeldasýning Jökulsárlóni 2004

25.08.2012 - 26.08.2012 Skemmtanir Flugeldasýning á Jökulsárlóni

Flugeldasýning

Hin árlega flugeldasýning á Jökulsárlóni verður haldin 25. ágúst næstkomandi. Þetta er í þrettána sinn sem flugeldasýningin er haldin og sífellt fleiri leggja leið sína að lóninu til að upplifa stórkostlega sýningu í mögnuðu umhverfi. Allur ágóði af aðgangseyri rennur til Björgunarsveitar Hornafjarðar sem heldur utan um sýninguna. Upplýsingar um gistingu er að finna á www.visitvatnajokull.is Lesa meira

 

Viðburðir


TungumálÚtlit síðu: