Viðburðir

Afmælisráðstefna og heimsókn mennta- og menningamálaráðherra

Katrín Jakobsdóttir mun heimsækja ýmsar mennta og menningastofnarnir Hornafjarðar miðvikudaginn 3. október og kynna sér málefni þeirra ásamt því að sitja afmælisráðstefnu FAS og Nýheima.

Allir eru hvattir til að mæta á afmælisráðstefnuna kl.14:45.

Gestir afmælisráðstefnu FAS og Nýheima eru Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Jón Torfi Jónasson frá Háskóla Íslands.

Afmælisráðstefna FAS og Nýheima 3.október dagskrá:

Kaffi í Nýheimum kl:14:45

Dagskrá hefst kl. 15:15

1.      Staða og framtíð FAS, Eyjólfur Guðmundsson, skólameistari FAS.
2.      Staða og framtíð Nýheima Hjalti Þór Vignisson Bæjarstjóri Hornafjarðar.
3.      Lærdómssamfélagið Hornafjörður Ragnhildur Jónsdóttir Fræðslustjóri Hornafjarðar.
4.      Mennta- og menningarmál á landsbyggðinni, Katrín Jakobsdóttir, Mennta og menningamálaráðherra og fulltrúi frá Háskóla   Íslands Jón Torfi Jónasson.
5.      Umræður

Fundarstjóri: Árdís Halldórsdóttir

Allir hjartanlega velkomnir.

 

 

 

BBViðburðir þann

Þetta vilja börnin sjá 2012

25.09.2012 - 21.10.2012, kl. 9:00 - 17:00 Sýning Þetta vilja börnin sjá - myndskreytingar úr barnabókum

Þetta vilja börnin sjá á Bókasafninu

Þetta vilja börnin sjá – sýning á myndskreytingum úr barnabókum opnar á Bókasafninu þann 25. september. sýningin stendur til 21. október og er öllum opin Lesa meira

03.10.2012 - 05.10.2012, kl. 15:15 - 18:00 Kynning Ráðstefna í tilefni 10 ára afmælis Nýheima og 25 ára afmælis FAS

Afmælisráðstefna í Nýheimum

Ráðstefna í tilefni 10 ára afmælis Nýheima og 25 ára afmælis FAS verður í Nýheimum 3. október Klukkan 15:15 til 18:00. Dagskrá ráðstefnunnar Staða og framtíð FAS Staða og framtíð Nýheima Lærdómssamfélagið Hornafjörður Mennta og menningarmál á landsbyggðinni Umræður Allir velkomnir Lesa meira
Bangsasögustund 2008

04.10.2012 - 31.10.2012, kl. 14:15 Skemmtanir Sögustund Bryndísar á Bókasafninu

SöGustundir á hverjum fimmtudegi kl 14:15

Sögustundir verða á ýmsum tungumálum á Bókasafninu fyrsta fimmtudag í mánuði í vetur. Í október verður sögustund á pólsku klukkan 14:15. Allir velkomnir Story time will be in various languages in the Library the first Thursday every month this winter. In October it will be in Polish. It starts at 14:15 and is open for everyone. Lesa meira
Bryndís Bjarnarson

05.10.2012 - 06.10.2012, kl. 12:00 - 13:00 Kynning Föstudagshádegi Nýheima 5. október

Föstudagshádegi

Bryndís Bjarnarson nýráðin upplýsinga og gæðastjóri sveitarfélagsins segir frá starfi sínu í föstudagshádegi kl 12:30. Allir velkomnir Lesa meira
prjónakaffi á Bókasafninu

06.10.2012 - 21.10.2012, kl. 13:00 Skemmtanir Prjónakaffi Guðnýjar er fyrsta og þriðja hvern laugardag í mánuði á Bókasafninu

Prjónakaffi á Bókasafninu

Prjónakaffi Guðnýjar er á Bókasafninu klukkan 13:00 fyrsta og þriðja hvern laugardag í mánuði. Heitt á könnunni og allir velkomnir. Lesa meira
Rauði Krossinn

06.10.2012 - 28.10.2012 Markaður Rauða Kross búðin við Hafnarbraut - opnunartími

Rauða Kross búðin

Rauða Kross búðin við Hafnarbraut er opin eftirfarandi daga í október: laugardagur 6. október frá 11:00 – 15:00 mánudagur 15. október 17:00 – 19:00 laugardagur 27. október frá 13:00 –15:00 Allur ágóði af sölu rennur óskiptur til Rauða Krossins Lesa meira
Göngum til góðs

06.10.2012 - 07.10.2012 Ýmislegt Göngum til góðs

Landssöfnun Rauða Kross Íslands - Göngum til góðs

Landssöfnun Rauða Krossins - Göngum til góðs verður laugardaginn 6. október. Safnað verður fyrir börnum í neyð. Tökum vel á móti sjálfboðaliðum og styrkjum gott málefni Lesa meira
Ferðafélags ferð Vopnafjörður. 6

13.10.2012 - 31.10.2012 Skemmtanir Ferðafélag Austur - Skaftfellinga - Strandganga haustið 2012

Strandganga hefst aftur

Ferðafélag Austur – Skaftafellssýslu hefur strandgöngur aftur þann 13. október, en þá verður gengið frá Jökulsárlóni að Fjallsárlóni. Nánari upplýsingar um Strandgöngur má finna á www.gonguferdir.is Lesa meira
Brynja og Brian

15.10.2012 - 31.12.2012 Sýning Sýning á ljósmyndum Brian Griffin opnar í Listasafni

Ljósmyndir Brian Griffin

Sýning á ljósmyndum Brian Griffin opnar í Listasafni Hornafjarðar þann 15. október. Brian er með fremstu portrett ljósmyndurum í Bretlandi um þessar mundir og ætti að vera mörgum Hornfirðingum góðkunnur vegna verkefnis síns "Welcome to Hofn" árið 2007 en þá tók hann myndir af bæði fólki og stöðum á tímabilinu maí – júní. Sýningin stendur til 31. desember og er öllum opin. Lesa meira
Bjarnaneskirkja

21.10.2012 - 22.10.2012, kl. 17:00 Messa Uppskerumessa í Bjarnarneskirkju

Uppskerumessa

Uppskerumessa verður í Bjarnaneskirkju sunnudaginn 21. október klukkan 17:00. Þar munu bændur fagna sláturlokum og boðið verður upp á kjötsúpu eftir messu.   Lesa meira
Öræfajökull

21.10.2012 - 22.10.2012, kl. 16:00 Kynning Fyrirlestur um gosið í Öræfajökli árið 1362 í Hofgarði

Vatnajökulsþjóðgarður býður til fyrirlesturs um gosið í Öræfajökli

Í tilefni þess að 650 ár eru liðinn frá gosinu mikla í Öræfajökli 1362 mun Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur fjalla um gosið í félagsheimili Öræfinga, Hofgarði sunnudaginn 21. október klukkan 16:00. Fyrirlesturinn er á vegum Vatnajökulsþjóðgarðs og kaffiveitingar verða í boði. Allir velkomnir. www.vatnajokulsthjodgardur.is Lesa meira
Lundi í holu

21.10.2012 - 31.12.2012 Sýning Náttúrugripasýning opnar á Bókasafninu 29. október

Náttúrugripasýning á Bókasafninu

Náttúrugripasýning opnar á Bókasafninu þann 29. október. Á sýningunni verður hluti náttúrugripasafnsins sem var í Gömlubúð til sýnis. Allir eru velkomnir á sýninguna sem mun standa fram á næsta ár. Lesa meira

 

Viðburðir


TungumálÚtlit síðu: