Viðburðir þann

Bjarni Guðmundsson

01.02.2013 - 28.02.2013 Skemmtanir Veggurinn á Bókasafninu

Veggurinn minn

Veggurinn minn er á sínum stað á Bókasafninu og hangir í mánuð í senn. Þeir sem hafa áhuga á að sýna verk á veggnum geta sent póst á gudlaugp@hornafjordur.is Lesa meira
Prjónað til styrktar Japan

02.02.2013 - 16.02.2013, kl. 13:00 - 15:00 Skemmtanir Prjónakaffi Guðnýjar á Bókasafninu

Prjónakaffi

Prjónakaffi Guðnýjar er á Bókasafninu fyrsta og þriðja hvern laugardag í mánuði kl 13:00. Allir velkomnir og heitt á könnunni. gudny@hornafjordur.is Lesa meira
Rauði Krossinn

02.02.2013 - 23.02.2013, kl. 12:30 - 15:30 Markaður Rauða Kross búðin við Víkurbraut

Rauða kross búðin

Rauða Kross búðin við Víkurbraut er opin alla laugardaga frá kl 12:30 til 15:30. Allur ágóðir af sölu rennur óskiptur til Rauða Krossins. Lesa meira
Frá skemmtidagskránni

02.02.2013 - 03.02.2013 Skemmtanir Þorrablót Nesja og Lónmanna

Þorrablót Nesja og Lónmanna í Mánagarði

Þorrablót Nesja og Lónmanna verður í Mánagarði laugardagskvöldið 2. febrúar. Húsið opnar kl 19:30 og Hljómsveit Grétars og Siggu Beinteins spilar fyrir dansi. Miðaverð er 5.900 krónur. Miðapantanir hjá Völu í síma 8602440 og Gyðu í síma 8656215. Miðasala verður í Mánagarði fimmtudag og föstudag frá klukkan 16:00 - 19:00. Aldurstakmark er 18 ára og ekki er selt sérstaklega inn á ballið. Lesa meira
Handraðinn

04.02.2013 - 25.02.2013, kl. 20:00 - 22:00 Skemmtanir Opin prjónakvöld hjá Handraðanum

Prjónakvöld hjá Handraðanum

Handraðinn er með opin prjónakvöld klukkan 20:00 öll mánudagskvöld í húsi félagsins að Vesturbraut. Allir velkomnir. Lesa meira
Austurbrú

04.02.2013 - 26.02.2013 Námskeið Námskeið fram undan í febrúar hjá Austurbrú

Námskeið fram undan

Austurbrú býður upp á eftirfarandi námskeið í febrúar. Spænska 3 byrjar 4. feb. Publisher byrjar 5. feb. Karitas byrjar 6. feb. Ostagerð byrjar 9. feb. Skyndihjálp-grunnnámskeið byrjar 12. feb. Photoshop byrjar 26. feb. Excel 1 byrjar 4. mars Tölvunámskeið byrjar 7. mars Söngheilun byrjar 8. mars Gildi hreyfingar byrjar 10. apríl Nánari upplýsingar um námskeiðin er að finna á vef Austurbrú www.austurbru.is og í námsvísi sem hefur verið sendur í öll hús. Lesa meira
Nýsköpunarmiðstöð

05.02.2013 - 19.02.2013, kl. 9:00 - 12:00 Fundur Fræðslufundir Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands

Fyrir frumkvöðla, fólk í rekstri og alla sem hafa áhuga

Ókeypis Fræðslufundir Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands eru í Nýheimum á þriðjudögum kl 9:00 til 12:00. Fundirnir eru fyrir frumkvöðla, fólk í rekstri og alla sem hafa áhuga. 5. febrúar er efnið Þörf og sérstaða – Varan/þjónustan og 19. febrúar Framkvæmda og verkáætlun. Nánari upplýsingar um fundina eru hjá Tinnu Björk í síma 5229450 eða tölvupóstur tinnabjork@nmi.is Lesa meira
Hirðingjarnir nytjamarkaður

07.02.2013 - 28.02.2013, kl. 16:30 - 18:30 Markaður Hirðingjarnir nytjamarkaður í verslun Steingríms

Hirðingjarnir

Hirðingjarnir, nytjamarkaður í verslun Steingríms, er opinn alla fimmtudaga frá kl 16:30 til 18:30. Þeir sem hafa áhuga á að gefa hluti á markaðinn geta komið með þá á opnunartíma. Lesa meira
Barnastarf

07.02.2013 - 28.02.2013, kl. 14:15 Skemmtanir Sögustund fyrir yngstu kynslóðina á Bókasafninu

Sögustund á Bókasafninu

Sögustund fyrir yngstu kynslóðina er á sínum stað á Bókasafninu klukkan 14:15 alla fimmtudaga. Lesa meira
Bridgefélag

08.02.2013 - 22.02.2013, kl. 20:30 Skemmtanir Þriggja kvölda félagsvist Kvenfélagsins Einingar

Félagsvist í Holti á Mýrum

Þriggja kvölda félagsvist Kvenfélagsins Einingar í Holti á Mýrum, föstudagana 8 og 22. febrúar (tvö kvöld eftir) og hefjast þau kl 20:30. Verð er 1000 krónur, börn og unglingar spila frítt. Kaffiveitingar í lok hvers kvölds Lesa meira
Þorrablót Suðursveitunga og Mýramanna 2009

09.02.2013 - 10.02.2013, kl. 20:00 Skemmtanir Þorrablót Suðursveitar og Mýra á Hrollaugsstöðum

Þorrablót Suðursveitar og Mýra

Þorrablót Suðursveitar og Mýra verður í Hrollaugsstöðum laugardaginn 9. febrúar og hefst kl 20:00. Miðaverð er 6.000 kr. Hljómsveitin nefndin spilar fyrir dansi. Nánari upplýsingar um miðapantanir í Eystrahorni. Lesa meira
Kalli og Kalli

09.02.2013 - 10.02.2013, kl. 19:00 Skemmtanir Þorrablót Hornfirðinga á Stór Reykjavíkursvæðinu

Þorrablót Hornfirðinga í Reykjavík

Þorrablót Hornfirðinga á stór – Reykjavíkursvæðinu verður í félagsheimili Seltjarnarness laugardagskvöldið 9. febrúar. Húsið opnar kl 19:00 og miðaverð er 6.900 kr. Hljómsveitin Ungmennafélagið spilar undir dansi. Skráning fer fram á síðu blótsins www.xblot.net Lesa meira
Hafnarkirkja

13.02.2013 - 27.02.2013, kl. 18:15 Messa Kyrrðarstundir á föstu í Hafnarkirkju

Kyrrðarstundir

Kyrrðarstundir á föstu kl 18:15 í Hafnarkirkju. Við íhugum píslasögu Jesú og göngum svo til máltíðar drottins. Lesa meira
Samkór Hornafjarðar

14.02.2013 - 15.02.2013, kl. 20:00 Skemmtanir Samkór Hornafjarðar með söngskemmtun

Samkórinn með söngkvöld í Safnaðarheimili

Söngkvöld Samkórsins verður í safnaðarheimili kl 20:00 fimmtudaginn 14. febrúar. Ást í ýmsum myndum. Kaffi og með því. Allir velkomnir Lesa meira
Framtíðin

14.02.2013 - 15.02.2013, kl. 18:30 Fundur Aðalfundur Slysavarnardeildarinnar Framtíðar

Aðalfundur

Aðalfundur Slysavarnardeildarinnar Framtíðar verður í húsi félagsins fimmtudaginn 14. febrúar kl 18:30. Nýir félagar velkomnir. Lesa meira
Ferðafélags ferð Vopnafjörður. 9

16.02.2013 - 17.02.2013, kl. 9:00 Skemmtanir Síðasta standganga Ferðafélags Austur - Skaftfellinga

Síðasta strandganga vetrarins

Strandgöngum Ferðafélags Austur – Skaftfellinga lýkur með göngu frá Skaftafelli að Skeiðarárjökli. Lagt af stað frá tjaldstæðinu kl 9:00 á laugardag, en kl 10:30 frá Skaftafelli á sunnudag. Meira um ferðir félagsins inni á www.gonguferdir.is Lesa meira
Samkór

24.02.2013 - 25.02.2013, kl. 13:00 Skemmtanir Bingó Samkórsins í Nýheimum

Bingó Samkórs Hornafjarðar

Bingó Samkórsins verður í Nýheimum kl 13:00 sunnudaginn 24. febrúar. Margt góðra vinninga. Aðalvinningur flug Höfn – Reykjavík – Höfn. Lesa meira

 

Viðburðir


TungumálÚtlit síðu: