Viðburðir

Tvær sýningar í Listasafni Svavars Guðnasonar


Miðvikudaginn 27. mars opna tvær sýningar í Listasafni. Í fremra rýminu opnar sýning Guðrúnar Ingólfsdóttur, Lífsdans.

Á sýningunni gefur að líta verk sem Guðrún hefur unnið síðustu mánuði. Litagleðin er allsráðandi og sýningin einkennist af samspili einstaklinga sem leita samhljóms í lífsdansinum.
 
Í salnum opnar sýning sem unnin er í samvinnu við Listasafn Íslands og Listasafn Árnesinga. Sýningin heitir Samstíga og er hugsuð sem framhald sýningar á verkum Gunnlaugs Scheving sem var sýnd í fyrra.

Á sýningunni er að finna fólkið sem var samstíga Svavari Guðnasyni og verk þeirra afrakstur mikils umróts í heimi myndlistar á árunum frá 1940-1970. Ýmis hugtök eru tengd þessum tíma og tengjast verkunum beint og óbeint og gestum gefið færi á að velta þeim fyrir sér og finna tengingu milli hugmynda og verka.  Á sýningunni eru verk eftir Svavar, Nínu Tryggvadóttur, Hörð Ágústsson, Guðmundu Andrésdóttur, Karl Kvaran, Eyborgu og Guðmund Benediktsson.
 
Sýningarnar verða opnar til 2. júní á afgreiðslutíma ráðhússins, 9-12 og 13-15.

BB


Viðburðir þann

Veggurinn minn - Björn Klemens

01.03.2013 - 31.03.2013 Sýning Veggurinn minn á Bókasafninu

Vegginn minn á Björn Klemens Ólafsson

Vegginn minn í mars á Björn Klemens Ólafsson. Verkið er eftir Bjarna Guðmundsson listmálara og er landslagsmynd þar sem sést yfir Hestgerði og jöklasýn í bakgrunn. Þeir sem hafa áhuga á að sýna verk geta sent póst á gudlaugp@hornafjordur.is Lesa meira
Prjónakaffi

02.03.2013 - 17.03.2013, kl. 13:00 - 15:00 Skemmtanir Prjónakaffi Guðnýjar á Bókasafninu

Prjónakaffi

Prjónakaffi Guðnýjar er á Bókasafninu fyrsta og þriðja hvern laugardag í mánuði kl 13:00. Allir velkomnir og heitt á könnunni. Lesa meira
Rauði Krossinn

02.03.2013 - 31.03.2013, kl. 12:30 - 15:30 Markaður Rauða Kross búðin við Víkurbraut

Rauða Kross búðin

Rauða Kross búðin við Víkurbraut er opin á laugardögum í mars frá kl 12:30 til 15:30. Allur ágóðir af sölu rennur óskiptur til Rauða Krossins. Þann 2. mars er lokað vegna aðalfundar deildarinnar. nýjir félagar eru velkomnir. Lesa meira
Rauði Krossinn

02.03.2013 - 03.03.2013, kl. 12:00 Fundur Aðalfundur Rauða Kross deildar

Aðalfundur

Aðalfundur Hornafjarðardeildar Rauða Krossins verður í húsi félagsins þann 2. mars klukkan 12:00. Venjuleg aðalfundarstörf. Nýir félagar hjartanlega velkomnir. Lesa meira
Handraðinn

04.03.2013 - 26.03.2013, kl. 20:00 Skemmtanir Opið prjónakvöld hjá Handraðanum

Prjónakvöld Handraðans öll mánudagskvöld

Handraðinn er með opin prjónakvöld öll mánudagskvöld klukkan 20:00 í húsi félagsins að Vesturbraut. Allir velkomnir. Lesa meira
Mánagarður

04.03.2013 - 05.03.2013, kl. 20:00 Fundur Aðalfundur kvenfélagsins Vöku í Mánagarði

Aðalfundur

Aðalfundur kvenfélagsins Vöku verður haldinn mánudaginn 4.mars kl 20 í Mánagarði Dagskrá: - Venjuleg aðalfundarstörf o Skýrsla formanns o Reikningar o Kosningar o Önnur mál - Nýjar konur velkomnar í félagið Lesa meira
Skálmöld

06.03.2013 - 07.03.2013, kl. 21:00 Tónleikar Hljómsveitin Skálmöld með tónleika í Sindrabæ

Tónleikar með hljómsveitinni Skálmöld

Hljómsveitin Skálmöld leggur af stað í Íslandstúr þann 28. febrúar og verður með tónleika í Sindrabæ klukkan 21:00 miðvikudaginn 6. mars. Miðasala er í dyrunum og miðaverð er 3000 krónur. Nánari upplýsingar um tónleikaferðalagið og hljómsveitina er að finna á fésbókarsíðu Bandsins www.facebook.com/skalmold Lesa meira
Hirðingjarnir nytjamarkaður

07.03.2013 - 28.03.2013, kl. 16:30 - 18:30 Markaður Hirðingjarnir nytjamarkaður í verslun Steingríms

Hirðingjarnir nytjamarkaður

Hirðingjarnir, nytjamarkaður í verslun Steingríms, er opinn alla fimmtudaga frá kl 16:30 til 18:30. Þeir sem hafa áhuga á að gefa hluti á markaðinn geta komið með þá á opnunartíma Lesa meira
Barnastarf

07.03.2013 - 28.03.2013, kl. 14:15 - 14:45 Skemmtanir Sögustund Bryndísar á Bókasafninu

Sögustund á Bókasafninu

Sögustund Bryndísar fyrir yngstu kynslóðina er á sínum stað á Bókasafninu klukkan 14:15 alla fimmtudaga. Lesa meira
Tónskólinn

09.03.2013 - 10.03.2013, kl. 21:00 Tónleikar Big Band tónleikar á Hótel Höfn

Big Band tónleikar

Big Band Tónskóla Austur- Skaftafellssýslu undir stjórn Gunnlaugs Þrastar verður með tónleika á Hótel Höfn laugardaginn 9. mars kl 21:00. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Lesa meira
Frá afhendingu menningar- og umhverfisverðlauna

13.03.2013 - 14.03.2013, kl. 17:10 Menning Afhending styrkja og menningarverðlauna frá sveitarfélaginu

Afhending styrkja og menningarverlauna í Nýheimum

Afhending styrkja frá Sveitarfélaginu Hornafirði, ásamt afhendingu menningarverðlauna fer fram í Nýheimum miðvikudaginn 13. mars klukkan 17:10. Boðið verður upp á veitingar og skemmtiatriði. Allir velkomnir. Lesa meira
Grunnskóli Hornafjarðar

14.03.2013 - 15.03.2013, kl. 17:00 Skemmtanir Árshátíð Grunnskóla Hornafjarðar í íþróttahúsinu

Árshátíð Grunnskóla Hornafjarðar

Árshátíð Grunnskóla Hornafjarðar verður haldin fimmtudaginn 14. mars í íþróttarhúsinu kl 17:00. Húsið opnar kl 16:45. Skemmtiatriði og veitingar. Aðgangseyrir 500 kr. á mann en hámark 1000 kr. á fjölskyldu. Allir velkomnir. Lesa meira
Ferðaklúbbur 4x4

17.03.2013 - 18.03.2013, kl. 10:00 - 12:00 Sýning 4x4 Jeppaklúbburinn býður til sýningar

4x4 Jeppaklúbburinn býður til sýningar á öflugustu fjallajeppum landsins

4x4 Jeppaklúbburinn býður til sýningar. 80 til 100 af öflugustu fjallajeppum landsins verða samankomnir á Höfn laugardaginn 16. mars og verða til sýnis við Hótel Höfn frá kl 10:00 til 12:00. Allir velkomnir Lesa meira
Eyrún Axelsdóttir

18.03.2013 - 22.03.2013, kl. 13:00 - 17:00 Menning Vinnustofa Eyrúnar Axelsdóttur í Miklagarði opin

Vinnustofa Eyrúnar opin

Vinnustofa Eyrúnar Axelsdóttur í Miklagarði verður opin vikuna 18-22. mars frá kl 13.00-17.00. Gott í skálinni og fullt af myndum og fleiru til fermingargjafa. Allir hjartanlega velkomnir. Lesa meira
Ferðafélags ferð Vopnafjörður. 9

19.03.2013 - 20.03.2013, kl. 20:00 Fundur Aðalfundur Ferðafélags- Austur Skaftfellinga

Aðalfundur

Aðalfundur Ferðafélags Austur-Skaftfellinga verður haldinn á Víkinni þriðjudaginn 19. mars kl. 20:00. Nýir félagar hjartanlega velkomnir. Lesa meira
Gudmunda-Andresdottir,-1971,-Atrunadur.

27.03.2013 - 02.06.2013, kl. 9:00 - 15:00 Sýning Tvær sýningar í Listasafni Svavars Guðnasonar

Nýjar sýningar í Listasafni

Miðvikudaginn 27. mars opna tvær sýningar í Listasafni. Í fremra rýminu opnar sýning Guðrúnar Ingólfsdóttur, Lífsdans. Lesa meira

 

Viðburðir


TungumálÚtlit síðu: