Viðburðir

Barnastarf Menningarmiðstöðvar þriðjudaginn 1. Júlí.

Á morgun heimsækjum við Vöruhúsið þar sem að Vilhjálmur tekur á móti okkur, hann ætlar að sýna okkur húsið og tækin. Vöruhúsið er miðstöð skapandi greina, þar er hægt að búa til margvíslega hluti. Skráning á Bókasafninu og í síma 4708050.
Mæting kl. 13:00 á Bókasafnið með nesti og 500 kr.
Ýmis verkefni bíða okkar í vöruhúsin!
Hlökkum til að sjá ykkur

Starfsfólk menningarmiðstöðvar
Lesa meira

MJÓLKURSTÖÐIN / SÝNING

Mjólkurstöðin verður opin í sumar alla daga milli 09-21. Húsinu er skipt í fimm sali og verður hægt að ganga á milli þeirra.

Salur 1#
LJÓSMYNDA- & HLJÓÐSÝNING „HVÍTUR, HVÍTUR DAGUR“
TÓNVERK: ÁSGEIR AÐALSTEINSSON
Sýningin fjallar um fjarlægðir og upplýsingar í mynd og hljóði og hvernig þau tengjast saman. Bilið milli þess að vera eitthvað og vera ekki neitt. Bilið milli þess að vera tónlist og vera hljóð. Bilið milli þess að vera svart og hvítt.

Lesa meira

Opnun sýningar á verkum Svavars Guðnasonar

Opnun sýningar á verkum Svavars Guðnasonar í Svavarssafni, föstudaginn 27.júní kl. 16:00.
Léttar veitingar í boði!

Starfsfólk Hornafjarðarsafna

"Svavar Guðnason var í hópi fremstu listamanna Evrópu eftirstríðsáranna. Hann var tvímælalaust sá myndlistarmaður þjóðarinnar sem mesta athygli hefur vakið erlendis auk þess að vera brautryðjandi í íslenskri myndlist".
Lesa meira

Lúruveiði

Nú er komið að hinni árlegu Lúruveiði með barnastarfi Menningarmiðstöðvarinnar!
Mæting kl. 13:00 á smábátabryggjuna með nesti, klædd eftir veðri og að sjálfsögðu góða skapið.
Skráning fer fram á Bókasafninu milli kl.10 og 16, eða í síma 4708050. Verð er 500 kr. og börn yngri en 7 ára þurfa að vera í fylgd með fullorðnum.
Hlökkum til að sjá ykkur krakkar!

Starfsfólk Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar

Lesa meira

Heimahöfn - sýningarlok

Sýning Guðrúnar Benediktu lýkur á fimmtudaginn 19. júní kl. 16. Guðrún verður á staðnum til að afhenda kaupendum verk sín og einnig taka á móti öðrum gestum.
Léttar veitingar í boði.

Guðrún er fædd og uppalin á Höfn og hefur umhverfi Hafnar haft mikil áhrif á hana sem listamann, sjórinn og jökullinn birtast oft í verkum hennar.
R.Benedikta málar með litablöndu/temperu sem hún býr til sjálf. Upprunalega uppskriftin kemur frá Frakklandi og heitir “patine au vin”. Hún inniheldur m.a. hvítvín og egg en blönduna hefur hún þróað gegnum árin
Guðrún hefur líka verið með tilraunir með að nota sand úr Mósel ánni, jarðveg af vínökrum og steinmulning úr íslensku grjóti. Innblásturinn kemur að mestu frá Íslandi og áhrifin ágerðust eftir því búsetan varð lengri erlendis.
Eldgosin síðustu ár hafa haft áhrif en Guðrún var ein af þeim sem varð strandaglópur vegna öskuskýsins frá Eyjafjallajökli og ákvað að nota öskuna í listsköpun upp fá því.

Lesa meira

Kirkjur í Vestur- og Austur-Skaftafellssýslum

Í tilefni þess að út er komið nýtt bindi – hið tuttugasta og þriðja – í ritröðinni Kirkjur Íslands býður Minjastofnun Íslands, Þjóðminjasafn Íslands, Biskupsstofa og Hið íslenska bókmenntafélag til málstofu og opnunar sýningar í Hótel Eddu Skógum föstudaginn 20. júní kl. 16.00.

Lesa meira

Fyrsta ferð Barnastarfsins í dag kl. 13

Barnastarf Menningarmiðstöðvarinnar hefst í dag, 10. júní með fuglaskoðunarferð  í Ósland. Mæting klukkan 13:00 á Bókasafnið. Allir ungir sem aldnir eru velkomnir í þessa fyrstu barnastarfsferð sumarsins.

Ferðir sumarið 2014
10. júní.    Fuglaskoðun í Óslandi,
24. júní.    Lúruveiði í Hornafirði
1. júlí.       Heimsókn í Vöruhúsið..
8. júlí.       Ferð í Heinaberg  

Lesa meira

Sumarlesturinn er hafinn á Bókasafninu

Sumarlesturinn er hafinn á Menningarmiðstöð Hornafjarðar.
Sumarlesturinn er hugsaður fyrir 12 ára og yngri og stendur til 23. ágúst. Allir þátttakendur fá viðurkenningarskjal og vinningar verða dregnir út á uppskeruhátíð í sumarlok.
Bókasafnið er opið í sumar alla virka daga frá kl. 10 - 16.

Allir velkomnir og verið dugleg að lesa krakkar :)
Lesa meira

Viðburðir þann

Enginn viðburður fannst skráður.


 

Viðburðir


TungumálÚtlit síðu: