Viðburðir

Stofnun Hollvinasamtaka Miklagarðs

Kæru Hornfirðingar nær og fjærÍ hartnær 100 ár hefur Mikligarður verið undirstaðan í samfélags- og atvinnuþróun á Höfn og í  Hornafirði. Í honum hefur sagan tekið á sig myndir og skilið eftir minningar hjá flestum þeirra sem hingað komu til vinnu og vertíða.
Stofnfundur Hollvinasamtaka Miklagarðs verður í Nýheimum 21. janúar n.k. kl. 20.00
Lesa meira

Skipulagsfundur vegna 100 ára kosningarafmælis kvenna 2015

Kæru velunnarar afmælisárs kosningaréttar kvenna á Íslandi!

Í dag, mánudaginn 19. janúar n.k. kl 20.00 verður haldinn skipulagsfundur í Nýheimum vegna viðburða tengda afmælishátíðinni  19. júní 2015.
Allir þeir sem hafa áhuga á að aðstoða við undirbúninginn eru hvattir til þess að mæta og leggja þessum merkisviðburði lið.

Kærar kveðjur,
Afmælisnefndin
Lesa meira

Opnun sýningarinnar "Samfélag í mótun" í dag!

Sýningin “Samfélag í mótun” opnar í dag kl. 17.00 í Listasafni Svavars Guðnasonar.
Léttar veitingar í boði og allir hjartanlega velkomnir!
 
Samfélagið í Hornafirði frá lokum nítjándu aldar fram undir miðbik tuttugustu aldar sem sýnd er í Listasafni Svavars Guðnasonar tekur fyrir sögur í Austur – Skaftafellssýslu þegar samfélagið var í mótun með sínum öru breytingum og myndun og mótun þéttbýlis. Lesa meira

Föstudagshádegi í Nýheimum

Föstudagshádegi í Nýheimum kl. 12:20. 

Femínistafélag FAS verður með kynningu á félaginu og í framhaldi af því verður stofnfundur. 
Allir velkomnir!
Lesa meira

Viðburðir þann

Enginn viðburður fannst skráður.


 

Viðburðir


TungumálÚtlit síðu: