Viðburðir

Evrópsk kvikmyndahátíð á Höfn 16. maí

Sindrabær 16.maí

Danskar ofurhetjur, finnskir pönkarar, sérstakur fílupúki, skoskir sjómenn, írskur prestur í lífshættu, Hross í Oss og París Norðursins, evrópskar kvikmyndir í hæsta gæðaflokki!


Evrópustofa og Bíó Paradís efna á ný til Evrópskrar kvikmyndahátíðar í samstarfi við Films on the Fringe og bjóða brot af því besta í evrópskri kvikmyndagerð allan hringinn dagana 15. maí – 26. maí. Fylgist með á Facebook síðu hátíðarinnar hér

Blásið hefur verið til evrópskrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík í þrígang og nú síðast á Stockfish – Evrópskri kvikmyndahátíð 2015 sem haldin var í Bíó Paradís í febrúar síðastliðnum. Nú í annað sinn fer hátíðin allan hringinn, en farið verður á sex staði víðsvegar um land. 

Evrópulöndin eru stærstu samstarfsaðilar Íslands í kvikmyndagerð en fjölmargar íslenskar kvikmyndir hafa notið stuðnings MEDIA áætlunar Evrópusambandsins. Við kynnum með stolti evrópskar kvikmyndir auk tveggja íslenskra kvikmynda sem bæði eru listrænar, spennandi og áhugaverðar, en verkefninu er ætlað að bjóða upp á kvikmyndalist án endurgjalds og fyrir alla. Boðið verður upp á kvikmyndafræðslu fyrir börn, undir styrkri leiðsögn Oddnýjar Sen, kvikmyndafræðings en verkefninu er ætlað að breiða út kvikmyndafræðslu sem fer fram allt árið um kring í Bíó Paradís.Tilgangur verkefnisins er að kynna og breiða út evrópska menningu, en framtakinu var stórkostlega vel tekið síðasta vor. 

Hringferðin er unninn í samstarfi við verkefnið Films on the Fringe sem styrkt er af Creative Europe, í þeim tilgangi að bjóða upp listrænar gæðakvikmyndir í Norður-Evrópu.Á þeim stöðum þar sem ekki er kvikmyndahús verða myndirnar sýndar með fullkomnum stafrænum sýningarbúnaði, í bestu mögulegu hljóð- og myndgæðum.Bíó Paradís sýnir nýjar áhugaverðar kvikmyndir frá öllum heimshornum auk eldri mynda, hýsir kvikmyndahátíðir og stendur fyrir fjölbreyttum kvikmyndatengdum viðburðum. 

Reglulegar sýningar á perlum kvikmyndanna fyrir börn og unglinga fara fram í húsinu, þar sem markmiðið er að efla áhuga, þekkingu og menntun á kvikmyndalist.

ÓKEYPIS ER INN Á ALLA DAGSKRÁ HÁTÍÐARINNAR

Sýningartímar eru kl 16:00, 18:00 og 20:00 á hverjum stað
15. maí – Egilstaðir
16. maí – Höfn í Hornafirði - Sindrabær
19. maí – Akranes
21. maí – Ísafjörður
26. maí – Selfoss

Viðburðir þann

Enginn viðburður fannst skráður.


 

Viðburðir


TungumálÚtlit síðu: