Viðburðir

Heimahöfn - sýningarlok

Finissage

Sýning Guðrúnar Benediktu lýkur á fimmtudaginn 19. júní kl. 16 í Svavarssafni. Guðrún verður á staðnum til að afhenda kaupendum verk sín og einnig taka á móti öðrum gestum.

Léttar veitingar í boði.


R.Benedikta eða Guðrún Benedikta Elíasdóttir málar með litablöndu/temperu sem hún býr til sjálf. Upprunalega uppskriftin kemur frá Frakklandi og heitir “patine au vin”. Hún inniheldur m.a. hvítvín og egg en blönduna hefur hún þróað gegnum árin
Guðrún hefur líka verið með tilraunir með að nota sand úr Mósel ánni, jarðveg af vínökrum og steinmulning úr íslensku grjóti. Innblásturinn kemur að mestu frá Íslandi og áhrifin ágerðust eftir því búsetan varð lengri erlendis.
Eldgosin síðustu ár hafa haft áhrif en Guðrún var ein af þeim sem varð strandaglópur vegna öskuskýsins frá Eyjafjallajökli og ákvað að nota öskuna í listsköpun upp fá því.

Guðrún er fædd og uppalin á Höfn og hefur umhverfi Hafnar haft mikil áhrif á hana sem listamann, sjórinn og jökullinn birtast oft í verkum hennar.
Guðrún Benedikta útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands með B.Ed gráðu árið 1987 og starfaði í 19 ár sem myndmennta- og sérkennari.
Árið 1995 opnaði hún ásamt þremur öðrum listamönnum Gallerí Skruggustein og rak það þar til hún fluttist árið 1999 til Suður-Frakklands í eitt ár.

Myndlistin tók svo alveg yfir árið 2006 þegar Guðrún Benedikta flutti til Lúxemborgar. Þar var hún ásamt fleiri listamönnum á listamiðstöðinni Semaphore Art Studios, sem eru vinnustofur á gamalli brautarstöð, en flutti síðan aftur til Íslands 2012.

Guðrún Benedikta var kjörin bæjarlistamaður Kópavogs 1996.

Hún hefur tekið þátt í fjölmörgum sýningum á Íslandi, Lúxemborg, Belgíu, Noregi, Þýskalandi, Frakklandi, Englandi, Austurríki og í Bandaríkjunum.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni www.rbenedikta.comViðburðir þann

Enginn viðburður fannst skráður.


 

Viðburðir


TungumálÚtlit síðu: